Laugardagur, 21. janúar 2012
Áróðursmiðstöð ESB- stjórnsýslu apparatsins opnar á Íslandi !
Það vantar ekki takmarkalausa fjármunina sem ESB leggur nú til í áróður sinn fyrir innlimun Íslands undir ESB stjórnsýslu- apparatið í Brussel.
Öllu er nú tjaldað til í skefjalausum áróðrinum, til þess að reyna að selja þjóðinni, undur og stórmerki þessa Yfirríkjabandalags.
Búið er að opna veglegt sendiráð ESB á Íslandi og nú er einnig búið að opna eina af tveimur áróðursmiðstöðvum ESB sem þeir áforma að opna á Íslandi.
Þetta er ójafn og beinlínis óheiðarlegur leikur að þessi erlendi aðili, geti með hjálp skósveina sinna á Íslandi og takmarkalausum fjármunum ausið lymskufullum áróðri sínum yfir þjóðina.
Meðan sá hluti þjóðarinnar sem er algerlega andsnúinn ESB aðild hafi úr miklu minni og verulega takmörkuðum fjármunum að ræða.
Ég hélt að ESB málið væri innanríkismál okkar þjóðar og að það væri bæði brot gegn stjórnarskrá og lögum landsins að leyfa erlendum aðilum að hafa hér áhrif á skoðanamyndun þjóðarinnar, utanríkisstefnu okkar og fullveldi.
Þetta er ólíðandi að aflsmunar sé beitt í þessu heitasta deilumáli Íslensku þjóðarinnar.
Þetta er mál sem þjóðin sjálf, sín á milli á að ákveða, án afskipta erlendra aðila.
Upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi opnuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er óforskammað.eins og annað í boði Jóhönnustjórnar
Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2012 kl. 14:48
Hvar var stjórnarandstaðan? VG er handónýtur líka eins og hinir og leyfðu þessu að gerast. Maður á ekki orð.
Elle_, 21.1.2012 kl. 18:41
@ Elle Ericson.
Já það virðist því miður vera svo að VG sem margir kusu vegna einarðarar ESB andstöðu þeirra fyrir kosningar og eru við stjórnvölinn núna hefðu auðvitað, ef þeir meintu eitthvað með sína ESB andstöðu, allavegana að lágmarki átt að sjá til þess að svona yfirgengilega yrði ekki hægt að ganga fram í þessum málum, gagnvart þjóðinni.
Eins virðist sem stjórnarandstaðan geri heldur ekkert í málinu til þess að koma í veg fyrir þessa niðurlægingu og hreina svívirðu gagnvart þjóðinni.
Gunnlaugur I (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.