Föstudagur, 16. desember 2011
Hótanir ESB- um ólögmætar viðskiptaþvinganir, vegna aþjóðlegra lögmætra veiða okkar á Makríl í okkar eigin fiskveiðilögsögu - Eru ólíðandi !
Á sama tíma og alla vegana annar hlemingur Íslenska Ríkisvaldsins á í samningum um inngöngu í þetta yfirráðasama Stjórnsýsluapparat ESB.
Þá grípa þau nú til hótana um ólögmætar viðskiptaþvinganir og ólögmætra refsiaðgerða gegn okkur ef við látum ekki tafarlaust og einhliða að vilja þeirra um að þeir skipi einhliða svo fyrir hvað við megum og eigum að fá að veiða lítið af makríl í okkar eigin fiskveiðilögsögu.
Við höfum mjög sterka þjóðréttarlega og hafréttarlega stöðu í málinu, af því að við erum sjálfsstætt fullvalda ríki en ekki innan miðstýringarapparats ESB. Því að þá hefðum við enga stöðu í málinu.
Okkar sterka staða byggðir líka á fiskirannsóknum á makrílstofninum sem hefur undanfarin ár dvalið í íslensku fiskveiðlögsögunni umhverfis allt landið að stórum hluta.
Hér í sumar voru mæld yfir milljón tonn á beit í íslensku lögsögunni og af því veiddum við kvótan okkar eða aðeins 148 þúsund tonn, en það er aðeins 1/3 af þeirri þyngdaraukningu sem þessi stofn sem hér var er talin hafa bætt á sig meðan hann dvaldi hér við að aféta okkar seyðabúskap og beitilönd íslenskra fiskstofna.
Við eigum að taka á hótunum þeirra af fullri hörku og einurð.
Gerum hlé á viðræðunum við ESB nú þegar eða jafnvel slítum þeim fyrir fullt og fast. Hagsmunum okkar er mikið betur borgið utan þessa skuldabandalags sem nú logar stafnana á milli af skuldum og ofstjórn en ekki hvað síst af óstjórn !
Ekki nóg með að þeir hafi lagt sín eigin fiskimið í rúst með áralangri óstjórn og ofstjórn. Þá berast nú líka fréttir af því að þeir séu langt komnir með að eyða upp fiskimiðum hinns fátæka Afríkulands Marokkó.
Fá frest fram í janúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og ekki nóg með það, heldur styðja Danir þessa tillögu. Danir ætla semsagt að láta það viðgangast að nýlenda undir þeirra konungsveldi verði beitt refsiaðgerðum af hendi sambands sem nýlendan er hluti af. Þetta væri eins og ríksstjórnin myndi samþykkja viðskiptaþvinganir eða eitthvað þessháttar á hendur Vestmannaeyingum af hendi innlends aðila.
Mér þykir það löngu ljóst að ESB er á hraðri leið niðurávið. Svona klúbbar leysast á endanum alltaf upp, það er bara spurning um hvað hvellurinn verður stór þegar það gerist.
Steinmar Gunnarsson, 16.12.2011 kl. 14:23
Sammála þessum pistli, Gunnlaugur.
Svo er athyglisvert þetta með fiskveiðilögsögu Marokkó og V-Sahara. Mér skildist á frétt í gær að (naumur meirihluti) í ESB hefði hafnað endurnýjun á þeim fiskveiðisamningi - líklega af þeim ástæðum sem þú nefnir?? Einnig að spánskir séu arfavitlausir vegna þessa og hóti því að heimta skaðabætur af ESB.
Skyldu skaðabæturnar þær verða greiddar með aðgangi að Íslandsmiðum - þegar þau verða fallin undir yfirráð ESB?
Kolbrún Hilmars, 16.12.2011 kl. 15:14
Vel athugað, Kolbrún. Þetta eykur alltjent þrýsting á Spánverja (nú þegar með tugþúsundir sjómanna atvinnulausa) og þrýsting af þeirra hálfu á Brusselvaldið. Brussel en engu minni miðstöð þrýstihópa-þjónustufyrirtækja en Washington.
Fínn pistill, Gunnlaugur, og mikið í honum – og góð umræðan.
Þor eru líka góðir Staksteinarnir í dag, þar sem fjallað er um þau orð Jóhönnu á þingi í gær, að "tekið yrði á refsiaðgerðum Evrópusambandsins gegn Íslandi „af mikilli festu“ ef sambandið ákvæði að grípa til slíkra aðgerða," eins og segir þar – ennfremur:
"Jóhanna taldi slíkar hótanir ekki frekar en annað gefa tilefni til að hætta við umsóknina, en eins og áður sagði ætlar hún að taka á málinu „af mikilli festu“.
Þeirri festu kynntust landsmenn vel í grjótharðri afstöðu stjórnvalda í Icesave-málinu, þegar sérhver óbilgjörn og ólögmæt krafan á fætur annarri var samþykkt möglunarlaust.
Áhyggjur af því að losaralega verði haldið á málstað Íslands gagnvart ESB í þessu máli eru þess vegna alveg óþarfar," segir Staksteinahöf. áfram í skemmtilega háðskum stíl – og endar þannig:
"Og með sama hætti væri óþarfi að hafa áhyggjur af stöðu Íslands í samningaviðræðum um makríl eða aðra flökkustofna ef Jóhönnu tækist að þvinga Ísland inn í ESB.
Þá væri staða Íslands engin, Íslandi yrði skammtað það sem ESB hentaði og Jóhanna mundi verja íslenska hagsmuni af mikilli festu."
Staksteinar eru skyldulesning á hverjum morgni! Gamanið, sem þar er iðurlega kryddið góða í textanum, er samt oft alvarlegra en tárum taki.
Jón Valur Jensson, 16.12.2011 kl. 17:58
Takk öll sömul fyrir góðar og gagnlegar athugasemdir hér að ofan.
Munum bara að innan ESB helsisins hefðum við ekkert að segja um stöðu okkar í makríldeilunni.
Við værum aðeins eins og smá hérað í 500 milljóna keisaraveldi miðstjórnarinnar í Brussel með innan við 0,8% atkvæðavægi í Leiðtogaráðinu og innan hinns valdalausa og vængstívða ESB þings.
Sem er reyndar aðeins eins konar sýndarmennska Commísarana við að sýna almenningi einhvers konar smá sýnishorn af sýndar lýðræði !
Gunnlaugur I., 16.12.2011 kl. 18:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.