"ESB- og Trúða Fylkingin" eða "Litla Samfylkingin" !

Ég hélt að þeir ætluðu að kynna einhverja nýja og alvöru bitastæða stefnu þessa nýja framboðs.

En það kemur ekki margt fram hjá þeim, nema svona almennt froðusnakk og svo mikið lagt upp úr því að þykjast vera fyndnir, sem heppnast reyndar mjög illa hjá þeim.

Ætli þeir viti það nokkuð almennilega sjálfir hvert þeir stefna, ja nema að að taka upp stefnu ESB Trúboðsins á Íslandi og svo að styðja þessa Ríkisstjórn.

Mér hefur alltaf verið frekar hlýtt til Guðmundar Steingrímssonar og þetta er sjálfssagt hinn besti maður.

En mér finnst hann því miður ekkert hafa haft fram að færa í íslensk stjórnmál.

Það hefur ákaflega lítið komið frá honum og hann hefur verið einstaklega atkvæðalítill, áttavilltur og ráðleysislegur þó hann hafi verið lengi í stjórnmálum, þ.e. fyrst fyrir flokkinn sem hann var fæddur inn í með silfurskeið í munni þ.e. Framsókn og síðan í Samfylkinguna og setið á Alþingi fyrir báða þessa flokka og svo fór hann aftur í Framsókn og svo þaðan út og svo nú út í þetta og dregur einhverja parta af Besta flokknum með sér svona til uppfyllingar og til að reyna að slá sér eitthvað upp á.

Þó að forfeður hans hafi verið stjórnmálaskörungar á sínum tíma í Framsóknarflokknum, þeir Hermann Jónasson afi hans og Steingrímur Hermannsson faðir hans sem báðir voru lengi í stjórnmálum og báðir gengdu forsætisráðherra stöðum fyrir þjóð sína lengi, þá kemst Guðmundur ekki neitt nálægt því að vera með tærnar þar sem þeir voru með hælana.

Faðir hans var ákaflega frjálslyndur umbótamaður og umburðarlyndur og í flestu farsæll stjórnmálamaður. En hann gat líka gert sín mistök, en öfugt við flesta aðra stjórnmálamenn þá gat hann oftast viðurkennt mistök sín og alltaf fljótur að biðja þjóð sína afsökunar á mistökum sínum. Enda var honum líka oftast fyrirgefið.

Steingrímur var líka mikill og sannur náttúrverndarsinni og mikill baráttumaður fyrir sjálfsstæði og frelsi íslensku þjóðarinnar enda var hann harður andstæðingur ESB aðildar landsins alla tíð, enda einn af stofnendum Heimssýnar, þ.e. sjálfsstæðissinna í ESB málum og var þar virkur félagi fram á síðustu ár meðan heilsa hans leyfði.

Ég spái þessu framboði sem ég vil helst kalla ESB & Trúðafylkinguna einhverju froðufylgi til að byrja með í næstu skoðanakönnunum, en þegar nær dregur kosningum munu þeir missa flugið og trúverðugleikann að mestu.

Hugsanlegt þó að þeir nái inn 2 til 4 mönnum, en það verður þá alfarið á kostnað Samfylkingarinnar sem á þó örugglega eftir að tapa meiru fylgi en bara til þessa flokks.  


mbl.is Nýtt nafnlaust stjórnmálaafl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 65445

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband