Þriðjudagur, 6. desember 2011
Setjum ESB umsóknina alla á "ATHUGUNARLISTA" og stöðvum BLINDFLUGIÐ til Brussel !
Í framhaldi af þessari niðurstöðu Standard & Poor´s væri það rökrétt niðurstaða að setja alla kafla þessarar ESB umsóknar á ís, á meðan farið væri í rækilega og óháða athugun á öllum ferlum þessarar umsóknar.
Það er mikil ábyrgð að ætla að láta soga þjóðina ofan í þetta yfirveðsetta skuldavafnings svarthol sem ESB/EVRU svæðið er orðið.
En "Einkaflipps- Þota Samfylkingarinnar" heldur áfram þessu þjóðhættulega blindflugi til Brussel með alla þjóðina innanborðs og við stýrið situr enginn annar en yfirflugstjórinn Össur hinn Skarpi.
Þessi sá hinn sami sem sagði eyðsvarinn í Rannsóknarskýrslu Alþingis:
"Að hann hefði ekki hundsvit á efnahags- eða peningamálum"
Það sama á við nú að hann hefur heldur ekki hundsvit á flugvélum eða hvernig eigi að stýra þeim og hvað þá í blindflugi á hraða hljóðsins.
Samt hefur hann gefið enn meira í, við hverjar hörmungarfréttirnar sem berast af kreppunni og vandræðunum frá Brussel.
Hróðugur og bísperrtur segist hann engan tíma mega missa !
Mikill og vaxandi meirihluti farþegana vill samt alls ekkert fara til Brussel, hann vill þegar snúa vélinni heim og fá einhvern af farþegunum sem hefur full flugstjórnarréttindi til þess að setjast í yfirflugstjórasætið.
Sumir höfðu verið lokkaðir um borð af því að þetta væri einskonar huggulegt könnunarflug yfir Brussel með góðum fararstjórum og fríjum og huggulegum veitingum.
En svo hefði fljótlega komið í ljós að þetta væri aðeins "one way ticket flight"
Yfirflugstjórinn segði að það ætti að lenda vélinni í Brussel, sama hvað hver segði. Þá reyndar mættu farþegarnir fá að kjósa um það hvort að vélin ætti að halda kyrru fyrir eða fljúga heim á leið. En sú kosning væri aðeins leiðbeinandi en ekki bindandi fyrir flugáhöfnina, sem réði hér för.
Mikill ágreiningur virðist samt vera meðal sumra áhafnarmeðlima og oftsinnis hefur heyrst hávaða rifrildi úr flugstjórnarklefanum og stundum hefur vélin tekið óþægilegar dýfur og síðan verið flogið í nokkra hringi, áður en sama stefnan virtist aftur vera tekin á ný.
Óhug sló að farþegunum þegar fréttist að 3 úr áhöfninni hefðu hent sér fyrir borð í fallhlífum yfir Færeyjum.
En bæði yfirflugstjórinn, fyrsti flugstjóri og sjálf Yfirflugfreyjan hafi öll reynt að róa mannskapinn og sagt að þetta skipti alls engu máli og hefði enginn áhrif á þetta frábæra flug. "Þeim brást víst örendið" heyrðist Fyrsti flugstjóri tauta við Yfirfreyju.
Síðan gengju flugþjónarnir sífellt um vélina með einhverja staðlaða tékklista og spyrðu farþegana í þaula furðulegra og áreitinna spurninga um hitt og þetta, sem þeir margir hverjir kærðu sig ekkert um að svara. Jafnframt lásu þeir upp einhvern óskiljanlegan tilskipunarlista og sögðu að þetta væri gert til að uppfræða þá hlutlaust um göfug grunngildi hinns "Evrópska samrunaferils"
Þegar farþegarnir spyrðu hverju þetta sætti þá segðu þau bara að þetta væri partur af bráðnauðsynlegu aðlögunarferlinu ! Aðlögunarferli hvað ? spurðu margir á móti, en fengu enginn svör.
Meirihluti farþegana væri orðinn öskureiður og sumir steittu hnefana að áhöfninni.
En þá hafi yfirflugstjórinn ásamt Yfirfreyju tilkynnt til að reyna að róa mannskapinn að nú myndi áhöfnin dreifa seðlabúntum meðal farþeganna og það meira að segja í Evrum.
Þetta væru sérstakir svokallaðir IPA aðlögunarstyrkir sem væru óafturkræfir og væru til þess að auðvelda fólki aðlögunina og lífið eftir lendinguna í Brussel.
Þessi tilkynning hafði lítið að segja til að sefa reiði flestra farþegana á almenna farrýminu, margir bölvuðu og rögnuðu og sögðust aldrei þyggja svona mútufé.
Að vísu klappaði lítill og einangraður hópur farþega sem sat á SAGA CLASS fremst í vélinni, um leið og þeir otuðu höndunum í átt að flugþjónunum í von um að verða fyrstir til að ná til sín sem mestu af þessu óvænta fé, sem þegar var byrjað að útdeila þar.
Blindfglugið til Brussel heldur víst enn áfram, með yfirflugstjóra sem aldrei mun geta lent vélinni ólaskaðri og með sífellt fleiri reiðum og örvæntingarfullum farþegum.
En spurningin er, mun hluti áhafnarinnar og farþegarnir gera uppreisn og snúa vélinni heim aftur áður en kemur að óhjákvæmilegri brotlendingu vélarinnar á Brussel völlum ?
Allt evrusvæðið á athugunarlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
- Dæmdur fyrir kynferðislegt nudd á stjúpdóttur
- Viðræður í Karphúsinu ganga misvel
- Sjálfstæðisflokkurinn á einhvern hátt stjórnlaus
- Áttu að rannsaka akademíuna en gerðu það aldrei
- Kona myrt á 10 mínútna fresti
- Fatlaður drengur fær ekki þjónustu í verkfalli
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Er evran í þínum huga það sama og aðild að Evrópusambandin ?
Eru Bretar, Svíar, Danir að pissa á sig út af evruni ?
En tökum evruna aðeins fyrir. Heldur þú að hún muni þurfa að rýrna eins mikið og ISK til að halda uppi atvinnu í aðildarríkjunum? Það hefur ekki sýnt sig í þessum stærstu gjaldmiðlum - evruaðildarríkin hafa óheyrilega sterk tök á alþjóðaefnahaginum, hún mun einfaldlega ekki geta rýrnað mikið á einni nóttu, ekki frekar enn aðrir stórir gjaldmiðlar... Þeir velja sér efnahagsþunga sem ber með sér stöðugleika.
Fæstir evrópusinnar á íslandi telja sjálfsagt að taka upp evruna líka - við berum ekki með okkur efnhagsstöðugleika fyrir slíkt.
Jonsi (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 15:42
@ jonsi !
Samkvæmt Lissabon sáttmálanum þá verða öll ný aðildarríki skikkuð til að taka upp sameiginlega skuldavafninginn EVRU, fyrr en seinna.
Ein helsta gulrótin fyrir ESB umsókninni að mati Íslenska ESB trúboðsins hefur hingað til verið sú að þá gætum við í framhaldinu tekið upp EVRUNA.
Sjálfur bý ég á Spáni og þar áður bjó ég í Bretlandi. Strax í hruninu 2008 hrundi Breska Pundið, ekki alveg eins mikið og íslenska krónan en hátt í það. Bretar prísa sig nú sæla að vera ekki komnir með Evru. Meirihluti Breta vill nú segja sig úr lögum við ESB. Hafa fyrir löngu fengið nóg af tilskipana bullinu og fullveldisframsalinu til Brussel.
Hér á Spáni er sívaxandi atvinnuleysi og er nú að nálgast 25% á landsvísu og í sumum héruðum og borgum er það nálægt 50%.
Hjá ungu fólki er atvinnuleysið hátt í 50% og nú fækkar Spánverjum, fólk flýr land aðalega til USA og Suður Ameríku. Fólk sér enga von hér þegar atvinnuleysið er orðið svona viðvarandi mikið og hátt.
Þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð í allri almannaþjónustu,gríðarlegar skattahækkanir og mikla lækkun launa og lífeyris, þá dugar það ekki til því að ég tel að þessu til viðbótar þá þyrfti hér sjálfssagt 30 til 40% gengisfellingu strax til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur á stað og atvinnuleysinu eitthvað niður að gagni.
En Spánverjar ráða ekki nema hluta sinna eigin efnahags- og peningamála sjálfir.
Með ESB og EVRU aðild hafa þeir því miður framselt stóran hluta þess valds síns til Brussel og Berlínar og þar hugsa menn bara um stóru myndina.
Spánn og flest ESB lönd Suður Evrópu ásamt Írum, Belgum og líklega líka Frökkum eru læstir í gildru þessa stórhættulega skuldavafnings EVRUNNAR.
Gunnlaugur I., 6.12.2011 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.