Ætli Kínverski Kommúnistinn, Huang Nubo sé orðinn félagi í Samfylkingunni, eða með sérstakaka óskráða auka- og velvildaraðild ?

Það mætti ætla að Kínverjinn Huang Nubo sé genginn í Samfylkinguna.

Eins og æðstu menn þar á bæ snúast nú fyrir hann.

Nú leitar þetta lið logandi ljósi að því að sniðganga eða finna smugur í íslenskum lögum til þess að fá Huang Nubo háttsettan félaga í Kommúnista flokki Kína og milljarrðamæring til þess að koma hér að málum.

Þó svo að Huang Nubo sé félagi í Kommúnistaflokki Kína þá er víst ekkert að því að hann gerist líka félagi í svona andlega skyldum flokki eins og Samfylkingunni á Íslandi.

Þetta gerðu a.m.k. þeir Össur Skarphéðinsson og stórsnillingurinn Björgvin G. Sigurðsson "Hinn fyrsti"  þegar þeir hældust yfir því að vera orðnir gildir meðlimir í Breska Verkamannaflokknum, þeim sama og setti svo hin alræmdu "hryðjuverkalög á Ísland".

Annars gæti líka verið að Huang Nubo sé bara svona óskráður auka- og velvildar meðlimur í Samfylkingunni.

Svona svipað og Jón Ásgeir Jóhannesson var fyrir "Hrunið"

En svoleiðis óskráð auka- og velvildar aðild að Samfylkingunni mun víst kosta miklu mun meira en venjuleg félagsjöld kosta hinn almenna félaga.

Því eins og sannaðist með Jón Ásgeir þá kostaði þessi sérstaka auka- og velvildar aðild hans tugir milljóna króna í flokksssjóði Samfylkingarinnar og einnig þurfti hann líka að bera fé á ýmsa frambjóðendur flokksins og það líka á hinum ýmsu kennitölum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband