Auðvitað verður Ísland alltaf hluti af Evrópu, þó svo að þjóðin hafni hinu handónýta stjórnsýsluapparati sem heitir ESB !

Nú virðist fokið í flest skjól hjá ESB trúboðinu á Íslandi, enda flest öll rök þeirra fokin út í veður og vind fyrir löngu síðan.
 
Nú reynir Össur á lymskulegan hátt að læða því inn að gera þurfi aðildarsamning við ESB til þess að þjóðin fái að ákveða það hvort að við "verðum í Evrópu eða ekki".
 
Þvílíkt rugl, auðvitað munum við alltaf tilheyra heimsálfunni Evrópu.
 
Eru þá Noregur og Sviss í Ameríku eða Asíu, en ekki í Evrópu af því að þau bæði höfnuðu því að gerast aðilar að ESB stjórnsýsluapparatinu, sem Össur skarpi þráir að koma þjóð sinni inn í - sama hvað.
 
Þeim gæti þegar nær dregur, alveg eins dottið í hug í ófyrirleitnum ESB áróðri sínum að láta líta svo út að kosningar um ESB aðild muni snúast um það hvort við ætluðum að tilheyra mannkyninu eða einhverri annarri óæðri dýrategund.
 
Auðvitað kemur rík þjóð með gríðarlega framleiðslugetu og miklar og dýrmætar auðlindir eins og Ísland alltaf til með að greiða árlega milljarða inn í þetta skrifræðis- SKULDA og KREPPUBANDALAG, það hefur lengi legið ljóst fyrir.
 
Meira að segja hörðustu ESB aftaníossar eins og Össur skarpi viðurkenna það, þó þeir reyni ávallt að gera eins lítið úr því eins og mögulegt er.
 
Margir sérfræðingar sem farið hafa óhlutlægt yfir þessi mál segja að þessi tala muni nema allt að 6 til 12 milljörðum árlega umfram það sem við mögulega fengjum til baka í mjög svo vafasömum ölmusu styrkjum.
 
Sem gera lítið annað en bjaga og skekkja samkeppnisstöðu heilbrigðs atvinnulífs og hafa sýnt sig í að framkalla gríðarlega spillingu og skapa litla sem enga aukna framleiðni miðað við umfang og kostnað við skrifræðið sem fyrirtækin þurfa að leggja í til að þjóna skrifræðinu sem tekur styrkina fyrir og útdeilir þeim.
Þá er ótalinn nokkurra milljarða kostnaður við að halda úti embættisskaranum í Brusssel og nýjum óþörfum skrifræðis stofnunum og embættisaðli hér innanlands að kröfu ónýts regluverks ESB sem telur samtals hátt í 100.000 blaðsíður af tilskipunum og regluverki !

mbl.is Ísland verði nettógreiðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér Gunnlaugur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2011 kl. 20:15

2 identicon

Sæll Gulli
Fyrst hlýtur maður að velta fyrir sér ef ESB er svona alslæmt af hverju fluttir þú þá frá Íslandi og yfir í ESB? Og mundu að þú gast flutt til Spánar vegna þess að við fórum í EES sem þú varst líka á móti að fara í!

Þeir sem búa á Íslandi þurfa að greiða meira fyrir flestar nauðsynjar en þú þarft á Spáni. Valkostir eru líka mun fleiri í ESB er varðar ýmsa þjónustu eins og t.d. tryggingafélög, banka ofl.

Meðan við erum föst með krónuna þá fáum við ekki erlenda fjárfestingu inní landið sem mun draga úr framtíðar hagvexti.

Við tveir búum ekki á Íslandi og því skiptir ofangreint ekki máli fyrir okkur tvo en það gerir það fyrir þá sem búa á Íslandi eins og t.d. börnin okkar.

Þeir sem búa á Íslandi þurfa t.d. að kaupa landbúnaðarvörur á margfalt hærra verði en þú og ég. Þeir þurfa ekki að láta okkur tvo sem búum erlendis og njótum kosta ESB til að segja þeim að þetta ástand á Íslandi sé best fyrir þá.... aðallega vegna þess að það er það ekki.....  

Svona heiftúðug skrif eins og þín um ESB er helsta vopn okkar sem viljum leyfa öllum íslendingum að sjá hvað er í boði og taka síðan sjálfstæða ákvörðun með lýðræðislegum hætti.


  

siggi (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 03:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Á sama hátt má spyrja þig Siggi, af hverju ferð þú ekki til ESB fyrst það er svona gott að varfa þar.  Það liggur beinast við, því ég vona svo sannarlega að við berum gæfu til að standa alltaf utan þess bandalags.  Það má meira að segja skoða hvort við getum ekki líka sagt okkur úr EES.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.11.2011 kl. 09:46

4 identicon

Sæll Siggi.

Já afhverju flutti ég frá Íslandi 2006 og bý ekki á Íslandi lengur, ef að mér finnist allt "alslæmt", eins og þú segir í ESB.

Mér finnst alls ekki allt "alslæmt" við að búa í löndum Evrópu. Hér á Spáni er t.d. veðurfar miklu, miklu betra heldur en það er á Íslandi. En tek það fram að það hefur samt ekkert að gera með tilskipunum frá umhverfis- og veðurfarsstofnun ESB, að gera.

Það sem mér finnst "alslæmt" er "Stjórnsýsluapparat ESB" sem mér finnst ólýðræðislegt og bæði rotið og spillt auk þess að ganga ekki upp frekar en hið flókna og miðstýrða apparat Ráðstjórnarríkjanna gekk aldrei upp með öll sín Commísararáð og Æðstu ráð gengu heldur ekki upp.

Umhverfið víða í Evrópu er framandi og fallegt og fólkið og menningin líka oft skemmtilegt og heillandi. Þó ég hafa lengstan minn aldur búið á Íslandi og unað mér vel þá hefur mig alltaf langað til að búa erlendis um einhvern tíma.

Þetta er nú samt ekki enn svo slæmt hérna eins og það var í Sovéttinu að enginn mátti andmæla kerfinu. En það vilja m.a. margir ESB sinnar á Íslandi banna mér að vera á móti ESB af því að ég bý hér alla vegana um stundarsakir.

Þetta er alveg eins og með þig, ég get þess vegna alveg eins spurt þig afhverju býrð þú ekki í ESB af því að þér finnst það allt svo gott.

En þess í stað býrðu í Kommúnista landinu Kína. En ég geri samt ekki ráð fyrir því eða geri kröfu til þess að þú verðir þar með eldheitrur kommúnisti og talir fyrir það handónýta stjórnsýsluapparat. Góðar kveðjur til Kína.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband