ESB ber mútufé og fríðindi á íslenska fjölmiðla og fjölmiðlafólk. Til stórskammar fyrir sjálfsstæða fréttamiðla !

Það er ekkert að því og ekki nema sjálfssagt að blaða- og fréttamenn kynni sér rækilega kosti og galla ESB aðildar og jafnvel heimsæki höfuðstöðvar þess í þeim tilgangi.
 
En þá eiga þeir líka að gera það á gagnrýnan hátt og á sínum sjálfsstæðu og faglegu forsendum og þá líka á kostnað þeirra fjölmiðla sem þeir starfa fyrir.
 
En ekki þyggja lúxus boðsferðir á SAGA CLASS búandi á 5 stjörnu lúxushótelum og allur matur, vín og drykkir í boði ESB og svo smá sporslur að auki í formi beinna peningagreiðslana sem laumað er í vasa hvers og eins þeirra, er algert hneyksli, eins og uppvíst er nú orðið um 16 íslenska frétta og blaðamenn þar af nokkra af RÚV fréttamiðli allra landsmanna !
 
Þetta lyktar allt illa af mútustarssemi og að verið sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á skoðanir íslenskra fjölmiðla og fréttamanna þeirra !
 
Síðan í ofan á lag er rækilega séð til þess að þessir blaðamenn fái ekkert færi á að kynna sér starfssemi ESB á óhlutlægan og sjálfsstæðan hátt.
 
Nei, nei dagskráin er öll á færibandi og á forsendum ESB, skipulögð og framreidd af Áróðurs- og kynningarapparati ESB sem sér til þess að skipuleggja allt heila "Showið" alla fundina, hverja þau hitta og hverja þau mega ekki hitta, öll kokteilboðin og rándýru matarboðin og hvaða silkihúfur Ráðsstjórnarinnar skála nú við þau og sitja með þeim til borðs sem viðhlæjendur og "vinir".
 
Leiktjöld ESB Ráðstjórnarelítunnar, eru leiktjöld fáránleikans en verða samt að líta vel út á yfirborðinu, sérstaklega fyrir fjölmiðlafólki.
 
Heim koma svo þessir forrituðu fréttamenn eftir Brusselreisuna svolítið vankaðir og smá þunnir til að byrja með eftir öll kokteilboðin og flestir líka bætt á sig nokkrum aukakílóum.  
 
En jafnframt algerlega stútfullir af fróðleik og gríðarlegri þekkingu um ESB-stjórnsýsluna og þá miklu og merkilegu starfssemi hinna óskeikulu Commísara ráða og nefnda sem þar er rekinn í "þágu alþýðunnar".
 
En þeir eru samt eftir allar trakteringarnar og vasapeningana líka algerlega "hlutlausir".  
 
Trúir fólk því virkilega að svo sé og þeir kannski líka með loforð í vasanum um aðra og enn glæsilegri boðsferð á næsta ári.
 
Þetta er mjög óeðlileg mötun og hrein mútustarfssemi sem ber öll merki þess að ESB- Ráðstjórnarapparatið sé að reyna að kaupa sér velvild fjölmiðla og fréttamanna þeirra með mjög óviðeigandi og ógeðfelldum hætti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 65535

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband