Fimmtudagur, 17. nóvember 2011
Mikill meirihluti þjóðarinnar vill afturkalla ESB umsóknina ! Mikið reynt til að þagga það í hel !
Þessi nýja en faglega skoðanakönnun MMR sem sýnir svo ekki er um að villast að afgerandi meirihluti þjóðarinnar vill nú afturkalla ESB umsóknina og slíta þessum ESB samninga/aðlögunar viðræðum, nú þegar.
Merkilegt er að sjá hvernig flestir helstu fréttamiðlar landsins reyna að sniðganga, þagga í hel, eða að afvegaleiða fréttir af þessari niðurstöðu skoðanakönnunar MMR.
Niðurstöðurnar eru nefnilega sláandi og sýna að minnihluti þjóðarinnar, rétt rúmur þriðjungur, styður áframhaldandi aðildarviðræður við ESB, eða aðeins 35,3% meðan 50,5% lýsa sig vera andvígir frekari aðildarviðræðum.
Aðeins 14,2 hafa enn ekki tekið afstöðu eða eru hlutlausir.
Þetta segir að 58,9 % eru andvígir frekari ESB aðildarviðræðum en 41,1% vilja halda þeim áfram, ef aðeins er tekið mið af þeim sem afstöðu taka eins og gert væri í alvöru kosningum.
Þetta þýðir náttúrulega ekki að þessi 14,2% sem ekki hafa tekið afstöðu vilji allir halda ESB viðræðum áfram, síður en svo.
Samkvæmt öllum faglegum kosningarannsóknum er líklegast að helmingur þessara 14,2 % muni aldrei ná að mynda sér skoðun eða verða áfram hlutlausir og eða aldrei mæta á kjörstað.
Þeir verða því aldrei taldir með í niðurstöðum þegar og ef kosningar verða haldnar.
Samkvæmt sömu könnunum myndi hinn helmingur þessa hóps eða ca 7,1% skiptast í sömu hlutföllum, hlutfallslega milli þessara 2ja fylkinga.
Það segði okkur að þeim sem vildu slíta þessum viðræðum myndi heldur aðeins fjölga og ef aðeins væri tekið tillit til þeirra sem afstöðu tækju þá myndu yfir 60% íslendinga vilja slíta þessum ESB aðildarviðræðum nú, en innan við 40% halda þeim áfram.
En nú er fróðlegt að skoða hvað íslenskir fjölmiðlar segja og eða þegja:
1. Morgunblaðið skýrði frá þessari athyglisverðu könnun rétt, en hlutlaust.
2. Vísir og Bylgjan hafa þagað þunnu hljóði að því að ég best veit.
3. EYJAN, ESB-Samfylkingar Eyjan eins og sumir kalla hana þegir einnig þunnu hljóði.
4. Hið kolhlutdræga ESB- Ríkisútvarp "allra landsmanna" reyndi allt hvað þeir gátu að þagga þetta niður. Þannig sagði Sjónvarpið eða Fréttatímar útvaprs rásar 1 eða 2 ekkert frá þessu.
5. Vefmiðill Rúv sagði frá þessu í fyrirsögn að: "Helmingur landsmanna væri á móti ESB aðildarviðræðum" Reyndi sem sagt að gefa í skyn að hinn helmingurinn væri hlynntur áframhaldandi ESB viðræðum. Þetta væri svona einskonar 50/50 dæmi.
Enn og aftur sést hvað ESB trúboðið á Íslandi er berskjaldað og fylgislaust nema helst í íslenskum ESB- sinnuðum fjölmiðlum landsins, sem flestir halda enn úti sínum vonlausa ESB áróðri.
Kannski sumir þessara fjölmiðla og fréttamanna séu nú þegar á launum og fjár- og mútugreiðslum frá ESB ráðsstjórninni sjálfri, eða Auglýsingastofunni Athygli sem hefur fengið nokkur hundruð milljónir frá ESB- Ráðsstjórninni í Brussel til að bera fé á ESB sinnaða fjölmiðla, félagasamtök og einstaklinga sem vilja bera út hið óskeikula fagnaðarerindi ESB Elítunnar !
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona tölfræðilega séð þá mynda þeir sem svara marktækt þýði og þeir sem ekki svara það má gera ráð fyrir að þeir falli hlutfallslega eins og þeir sem svara.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 21:19
Alveg rétt ályktað hjá þér Kristján. Allar kosningarannsóknir benda til þess að tölfræðilega sé þetta svona með litlum skeekjumörkum. Sumir munu auðvitað aldrei taka afstöðu eða mæta á kjörstað, eins og gengur og gerist í almennum kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna ! Því er þessi hráskinnsleikur og þagganir RÚV um að láta líta svo út að þetta sé svona 50/50 dæmi algerlega villandi og út í hött. Já það er langt seilst í áróðri ESB trúboðanna !
Gunnlaugur I., 17.11.2011 kl. 21:26
þeir sem hafa lært eitthvað um tölfræði sem eru flestir framhaldsskólagengnir þeir kaupa ekki að þetta sé 50/50
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 21:46
Alveg rétt hjá þér Kristján.
Auðvitað sjá allir sæmilega töluglöggir einstaklingar í gegnum svona þöggun og beinlínsis falsaðan töluáróður.
Gunnlaugur I. (IP-tala skráð) 17.11.2011 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.