Takið eftir: Það var minnihluti stjórnar SA sam ályktaði með ESB aðild !

ESB aðildar- og innlimunarsinnar fara nú mikinn yfir því sem þeir segja að meirihluti Stjórnar þessara samtaka (SA) hafi lýst stuðningi við ESB viðræðurnar og ESB aðild.

Sumir ESB sinnaðir fréttamenn og fjölmiðlar reyna jafnvel að færa þetta í þann búninginn að öll Stjórn SA og allir félgsmenn þessara samtaka séu alfarið og einhuga í þessari afstöðu sinni.

Þetta er ekki alls kostar rétt.

Það var nefnilega þannig að það var minnihluti Stjórnar SA sem ályktaði með þessum hætti með ESB aðild.

Það eru nefnilega 21 stjórnarmaður í SA og það voru aðeins 10 eða minnihlutinn sem ályktaði með þessum hætti.

Í atkvæðagreiðslunni á stjórnarfundinum voru 6 stjórnarmenn andsnúnir tilllögunni, 2 treystu sér ekki til að greiða henni atkvæði sitt og 3 stjórnarmenn voru ekki á fundinum. Semsagt 11 stjórnarmenn eða meirihlutinn voru annaðhvort á móti tillögunni eða treystu sér ekki til að styðja hana eða höfðu ekki kost á því að greiða atkvæði. Lýðræðislegt ? 

Það er því beinlínis rangt að segja að meirihluti stjórnar SA standi á bak við þessa ályktun og ljóst er að það er gríðarleg óeining og vaxandi klofningur um afstöðuna til ESB innan stjórnarinnar.

Því er mjög hæpið að Samtökin sem heild og stjórn þeirra geti beitt sér fyrir og staðið fyrir sífelldum ESB áróðri, eins og staðan er og eins og formaður samtakanna hefur samt gert grímulaust hingað til.

Ekki síst í ljósi þess að engar faglegar alvöru kannanir hafa verið gerðar á vegum samtakanna um raunverulega afstöðu félagsmanna.

Það er því í raun alveg sama hvernig stjórnin ályktar með eða á móti í þessum málum, þá er hún algerlega umboðslaus gagnvart sínum félagsmönnum og hefur því engar heimildir til þess að standa fyrir áframhaldandi ESB áróðri.

Þar að auki hafa þær kannanir sem ég man eftir, glögglega sýnt að talsverður meirihluti íslenskra atvinnurekenda hefur verið andvígur ESB aðild. Full ástæða er til þess að ætla að andstaðan við aðild hafi heldur aukist frekar en hitt.

Sama umkomulausa umboðsleysið ríkir hjá forystu ASÍ sem hefur samt blygðunarlaust að fullum þunga beitt sér fyrir áróðursvagn ESB trúboðsins á Íslandi.

Þetta er algerlega umboðslaus Elíta án umboðs umbjóðenda sinna og þess vegna er ótrúverðugleiki þeirra öllum ljós og málflutningur þeirra aðeins holur hljómur !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður Gunnlaugur! Og við ættum að sniðganga (boycotta) þessi fyrirtæki sem eiga þessa Esb-innlimunarsnata á sínum snærum, t.d. Pfaff!

Já, þetta er rétt hjá þér, bæði um skortinn á meirihluta og um umboðsleysið. Hvernig er t.d. með þessa Margréti Kristmannsdóttur -- talar hún í nafni þeirra aðildarfyrirtækja Samtaka verzlunar og þjónustu, sem hafa stórgrætt á auknum ferðamannastraumi hingað og miklum innkaupum ferðamanna vegna lækkunar krónunnar hagstæðs gengis fyrir ferðaþjónustuna og ferðamenn? Hún er orðin alkunn -- alræmd væri rétta orðið -- fyrir sífelldan áróður fyrir innlimun í Evrópusambandið. Hvað ætli valdi? Hafið þið glætu?

Tók Margrét ekki eftir orðum Nóbelsverðlaunahafans Pauls Krugman í Hörpu um daginn---eða búin að gleyma þeim? Hentar ekki að vera minntur á þetta:

"Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir að Íslendingar hafi hagnast á því eftir hrun að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil. Þeir væru ekki eins vel staddir nú ef þeir hefðu haft evruna sem gjaldmiðil við hrun." (Ruv.is.)

Og aftur:

"Krugman varar við kenningum um að evran sé lausn til frambúðar á efnahagsvandanum. ... Krugman segist velta mikið fyrir sér hvernig standi á þeim áhuga á að taka upp evruna strax, því staða Íslands eftir hrun virðist leiða betur í ljós kostina við að vera með sveigjanlegan gjaldmiðil. Ísland hefði ekki komið jafn vel út úr kreppunni og raunin hefði verið ef evran hefði verið gjaldmiðill landsins."

Margrét skrifar hins vegar um "þær byrðar sem hún [krónan] leggur á fyrirtækin og heimilin í landinu." -- Hvaða byrðar hafa lagzt á verzlun hér og ferðaþjónustu, fyrir utan skattahækkanir hennar heittelskuðu vinstri Esb-dindla-ríkisstjórnar?!

Þótt innfluttur varningur hafi hækkað mikið í verði, hefur samt matarkarfan minnkað hlut sinn í útgjöldum heimilanna á síðustu árum---nýlegar fréttir, sem Margrét hefur líklega ekki heyrt eða lokað eyrunum fyrir.

Hún talar samt galvösk um að "rétta af hag heimilanna þannig að lunginn af tekjunum fari ekki í að borga vexti, afborganir og að kaupa í matinn [!!!]"! en fólk lætr ekki blekkja sig: við vitum öll, að skuldirnar hverfa ekki með neinni evruupptöku.

Og þykir henni engin goðgá að fórna sjálfstæði landsins, þessari konu?

Boykotterum Esb-innlimunastuðningsfyrirtækin eftir okkar fremstu getu! Dreifum listum með nöfnum þeirra, svo að þjóðhollir íslendingar geti sniðgengið þau.

Jón Valur Jensson, 12.11.2011 kl. 13:18

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þó einhverjir stjórnarmenn mæti ekki þá er ekki hægt að álykta sem svo að þeir hefðu greitt atkvæði á móti samþykkt þeirrar tillögu sem borin var upp. Gleymum því ekki að fulltrúi ríkisfyrirtækisins Rarik sat hjá og þá væntanlega vegna þess að hann taldi ekki rétt að fulltrúi ríkisfyrirtækis tæki þátt í atkvæðagreiðslu um viðkvæmt pólitískt mál.

Jón Valur. Það er orðið ansi langt gengið í þöggun ef forstjórar fyrirtækja geta ekki tekið þátt í pólitískri umræðu og tekið þar afstöðu án þess að lyggja undir hótunum fólks af annarri skoðn að það hættí þá að versla við þau fyrirtæki. Slíkt er ekkert annað en fjárkúgun og er mikil ógn við lýðræðislega umræðu í landinu. Það er varla hægt að leggjast á mikið lægra plan í pólitískri deilu en þetta. Þetta er stórhættulega þróun gagnvart lýðræði og er þeim svo sannarlega til minnkunar sem tala á þessum nótum.

Fall krónunnar hefur valdið mun meiri skaða en gagn fyrir íslenskt efnahgaslíf. Mörg fyriræki ramba á barmi gjaldþrots vegna mikillar hækkun skulda þeirra sem fall krónunnar og verðbólga í kjölfarið olli. Það sama á við um mörg heimili. Mikil hækkun skulda þeirra og stöðugar verðhækkanir hafa dregið stórlega úr neyslu þeirra og hefur það komið mörgum fyrrtækjum illa. Vissulega hafa fyriræki sem selja vörur sínar eða þjónustu til erlendra aðila notið góðs af en þau eru aðeins hluti íslensks atvinnulífs.

Hvað varðar mikla aukningu ferðamanna hér síðustu ár þá vilja nú sumir meina að það stafi ekki hvað síst af mikilli umfjöllun um landið vegna hrunsins og þeirra eldgosa sem hér hafa komið eftir hrun og fengið mikla umjöllun í erlendum fjölmiðlun. Fall krónunnar skýri því aðeins hluta þessarar aukningar.

Sigurður M Grétarsson, 13.11.2011 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 65698

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband