Miðvikudagur, 19. október 2011
"EVRUSVÆÐIÐ á barmi hengiflugs" - Segir Delors fyrrverandi forseti framkvæmdastjórnar ESB !
Takið eftir að hér talar enginn annar enn einn fyrrverandi valdamesti ráðamaður þessa stjórnsýsluapparats.
Hann segir þetta stafa af því að leiðtogar ESB séu alltof svifaseinir í öllum sínum ákvarðanatökum á efnahagsvandanum.
Einnig talar hann um það að breyta þurfi sáttmálum ESB til þess að ríki geti yfirgefið Evrusvæðið og þannig hætt að nota Evruna sem gjaldmiðil sinn.
Það er kannski rétt sem margir ESB/EVRU aftaníossarnir íslensku segja að það sé ekki Evran sjálf sem sé vandamálið.
Heldur er það auðvitað miklu frekar hið handónýta og svifaseina reglu- og stjórnsýsluapparat sem ESB hefur búið í kringum hana eins og reyndar flesta ef ekki alla aðra málaflokka sem undir þá heyra.
Svo segja Össur og Co að Evran sé að styrkjast og ESB sé bara að verða öflugra og samvinnan öll til hinns betra, þannig að við verðum að hraða okkur þarna inn til að fara að taka upp þennan gjaldmiðil sem er á barmi hengiflugsins. Svona tala bara veruleika fyrrtir menn í dag.
Vek einnig athygli á því að hið virrta þýska vikutímarit Der Spiegel sagði í síðustu viku í frægri grein að "Evran væri í dag hættulegasti gjaldmiðill heims".
Tekið skal fram að Der Spiegel er ekki eitthvert sorprit eða grínblað, heldur eitt virrtasta tímarit Evrópu á sviði efnahags- og stjórnmála og í það skrifa aðeins þrautreyndir sérfræðingar.
Hægt verði að yfirgefa evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verður stjórnsýsluapparat eins og Brussel beurokrataríið sem þarf málamiðlanir til allra ákvarðana ekki alltaf svifaseint? og sérstaklega þegar þeirra málflutningur er tómur spuni þá hættir þeim til að fara að trúa eigin spuna.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 20:10
Sæll Kristján og takk fyrir innlitið.
Þegar verður búið að slétta þetta út og útfléta allan þeirra spuna og blekkingar, þá verður þessi óhroði þeirra aldrei hótinu skárri en naglasúpa andskotans.
Gunnlaugur I., 19.10.2011 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.