Atvinnuleysisstyrkir greinilega misnotaðir, samkvæmt þessu. Eitthvað mikið er að !

Hvað er eiginlega að þegar næstum fimmta hvert fyrirtæki sárvantar ófaglært fólk í vinnu og það vandamál er eitt þeirra stendur vexti þeirra og viðgangi fyrir þrifum.

Það eru 11.900 manns atvinnulausir samkvæmt síðustu tölum og yfir helmingur þeirra er ófaglært verkafólk og yfir 2000 þeirra eru útlendingar sem hafa ílengst hér síðan í góðærinu.

Hér er eitthvað mjög alvarlegt þjóðfélagslegt mein á ferðinni sem þarf að rannsaka og lagfæra.

Eru lægstu laun svona lág að atvinnulausum er enginn akkur í því að finna sér vinnu og eru komnir eru uppá lagið með að nýta sér þessa neyðarhjálp þjóðfélagsins.

Þetta er ekki eðlilegt. En samt jákvætt og gott að fyrirtækin eru nú að taka við sér og leyta að fólki í atvinnustarfssemi sína, það eru augljós batamerki.

 

Reyndar er atvinnuleysi á Íslandi með því lægsta sem gerist í Evrópu og það þriðja lægsta í heiminum innan OECD.

En samt finnst okkur íslendingum 6,5% atvinnuleysi mikið á landsvísu, af því að við erum svo góðu vanir. Innan Evru svæðisins er maðaltalsatvinnuleysi rétt yfir 10% og sumsstaðar eins og á Spáni vel yfir 20%  


mbl.is Vantar fólk í vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ef ofan á bætur er einvörðungu bætt því sem þar verður að vera ef egi a-o að geta stundað fulla vinnu (umfram það sem a-o þarf ef ekki er um vinnu að ræða) kemur eitthvað þessu líkt :

Bætur: 220.000

Bíll :80.000 (til að geta unnið 8 tíma þarf bíl til að ná í börn)

Dagvistun :40.000

N.B. Ekki er gert hér ráð fyrir neinum hvata í formi launa.

Þar til að lágmarkslaun ná 340.000 á mánuði er enginn hvati fyrir fólk að svo mikið sem leita sér vinnu, svo fremi að ekki sé til annars nema til að a-o leiðist síður.

Óskar Guðmundsson, 18.10.2011 kl. 18:51

2 identicon

Af því að ég bý nú ekki á Íslandi nú um stundir.

Þá spyr ég nú bara eru atvinnuleysisbætur á Íslandi virkilega svona háar eða 220.000 krónur eða 1.380.- Evrur.

Ég held að ef lægstu laun yrðu hækkuð upp í 340 þúsund á mánuði þá myndi það ekki leiða til neins góðs fyrir launþegana aðeins kalla fram óðaverðbólgu og kaupmáttarskerðingu.

Því sé ég enga skárri lausn en þá að lækka atvinnuleysisbætur um ca 80.000.- krónur á mánuði, sem yrðu þá 140.000.- krónur. Gera mætti undantekningar til hækkunar fyrir barn margt fólk og vegna sérstakra aðstæðna.

Þá fengju kannski öll þessi fyrirtæki á Íslandi sem sárlega vantar nú vinnuafl einhverja til að sækja um.

Að hafa þetta svona áfram óbreytt er sjálfsskaparvíti og engum til góðs.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 65530

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband