Miðvikudagur, 5. október 2011
Landsvirkjun tekur hagstæð erlend lán til uppbyggingarverkefna í orkumálum. ICESAVE hvað ?
Þegar ICESAVE ruglið reið hér yfir og hagfræðiprófessorar og stjórnmálamenn kepptust við að ljúga því að þjóðinni að ef við ekki samþykktum ICESAV 1 og svo ICESAVE 2 og loks ICESAVE 3 þá yrði Ísland Norður Kórea Asíu algerlega forsmáð og einangrað land sem hvergi fengi lán og yrði einangruð til eilífðar.
Yrði útilokuð frá nær öllum viðskiptum og skuldatryggingarálagið færi tafarlaust í ruslflokk og svo framvegis og svo framvegis.
Heimsendaspárnar voru svo hryllilegar og ótrúlegar.
En almenningur hafnaði þessu og hafnaði ICESAVE ruglinu í tvígang, sem betur fer.
Ekkert af því sem ICESAVE aftaníossarnir sögðu stóðst.
Þvert á móti þá snarlækkaði skuldatrryggingarálag þjóðarinnar og helstu fyrirtækja.
Síðan hafa bæði Ríkið og mörg helstu fyrirtæki þjóðarinnar fengið nokkuð hagfelld lán á alþjóða markaði miðað við hinar erfiðu aðstæður.
Óska Landsvirkjun innilega til hamingju með að hafa landað þessum hagstæða erlenda lánasamningi !
Landsvirkjun tekur lán vegna Búðarhálsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Peningar hverfa ekki, þeir finna sér nýtt heimili. Á tímum gríðarlegrar óvissu, má ætla að Landsvirkjun, með sín raunverulegu vrðmæti teljist góður valkostur.
Haraldur Baldursson, 7.10.2011 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.