"Það er í raun hinn sameiginlegi gjaldmiðill sem kemur í veg fyrir umbætur í mörgum löndum S-Evrópu"

Þetta sagði Jeppe Christainsen forstjóri Maj Invest í viðtali við Berlingske Tidende í gær.

Margir aðrir sérfræðingar í dönsku efnahagslífi taka í sama streng og segja mörg ríki S-Evrópu í raun gjaldþrota og ástandið sé miklu mun verra og alvarlegra en hingað til hafi verið haldið.

Öll ríkin, ekki bara S-Evrópulöndin þurfi nú að búa sig undir langvarandi kreppu, vaxandi atvinnuleysi, niðurskurð í velferðarþjónustu og lítinn eða engan hagvöxt.

Hvers vegna í veröldinni erum við að sækja um aðild að þessu sökkvandi stjórnsýsluapparati sem þar að auki er með stórgallað eða ónýtt myntkerfi "sem kemur í veg fyrir umbætur".

Ég held að þó svo að þessi ragna rök muni auðvitað hafa einhver neikvæð áhrif bæði hér og í öðrum Evrópulöndum sem eru blessunarlega utan ESB og með sinn eigin gjaldmiðil, þá sé langtum skinsamlegra að standa utan við og fara ekki um borð í þetta sökkvandi stórskip, ESB-TITANIC !

ESB umsókninn er algerlega ónýt og menn eiga að viðurkenna það að hún var mistök !


mbl.is Fimm ár af sársauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Gunnlaugur, ég er hjartanlega sammála þér.  Því þó svo að margir haldi því frama að það eigi að ganga þetta ferli á enda,úr því sem komið er, svo hægt sé að sjá hvað í boði er fyrir þjóðina og svo hún geti hafnað eða samþykkt aðild á upplýstan hátt.  Þá er það staðreynd að þessi aðildarumsókn veldur nú þegar stórtjóni fyrir Ísland.

Þá er ekki nóg með allan þann kostnað sem umsóknarferlið sjálft veldur ríkissjóði, heldur er stundar Seðlabanki Ísland um þessar mundir, einhverjar þær stórfurðulegustu hagfræðitilraunir sem nokkhvurn tíma hafa verið stundaðar í ríki sem hefur sinn eigin gjaldmiðil.  Seðlabanki sem hefur leifi til að prennta íslenskar krónur hefur ákveðið að kaupa aflandskrónur fyrir verðmætan gjaldeyri þar sem hann býður yfirverð ef miðað er við hans eigin gengisskráningu og þetta gerist í lokuðu uppboðsferli.  

Manni dettur ekki nema tvennt í hug vegna þessarar hagfræði.  Að annaðhvort sé verið sé að stytta ferlið að evru með því að sína falskan stöðugleika, eða þá að hér sé um skipulagðan þjófnað frá Íslenska ríkinu að ræða. 

Magnús Sigurðsson, 6.8.2011 kl. 11:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þjóðin vill ekki þessa umsókn Össurargengisins, það er alveg ljóst.

Heilar þakkir fyrir að halda uppi merkinu, Gunnlaugur!

En Ríkisstjórnarútvarpið er samt við sig -- í kvöld kl. 6 tókst þeim léttilega að draga Aðalstein Leifsson að hljóðnemanum til að predika ágæti ESB til að glíma við alla þessa erfiðleika, til þess væri það!

Kokhreystin er söm við sig, en áróðurstilgangurinn líka.

Saman reyna Rúv og Fréttablaðið, ásamt DV og Fréttatímanum (allt meira og minna ESB-málgögn með beinum eða óbeinum hætti) að láta sem minnst á atburðum síðustu daga bera eða gera lítið úr þeim, að því er til ESB tekur.

En ESB tekst þetta verkefni (að glíma við krísuna á evrusvæðinu) einungis með meiri miðstýringu, meiri valdssöfnun í Brussel, meiri ásælni á fullveldi meðlimaþjóðanna, inngripum í fjárlög þeirra og stýringu, ásamt frekari skerðingu neitunarvalds og enn frekari valdbeitingu stóru, öflugu ríkjanna gagnvart þeim minni.

Við þekkjum þetta sjálf af hendi ESB (Icesave-málið og makrílveiðarnar!). En hér er annað dæmi, um eitt af "þeirra löndum":

"... En refsivöndurinn er ekki aðeins í hendi löggæsluyfirvalda á svæðinu.

Smáríki hótað

Þegar smáríkið Slóvakía, nýkomið í ESB og evruna, neitaði að taka þátt í að setja fé í „björgunarsjóð“ fyrir Grikkland, sem það hafði auðvitað fullan rétt á að gera, var landið umsvifalaust sakað um brigð við evrópskt „solidaritet“ (samstöðu) en það er litið alvarlegustu augum í Brussel og þykir verra en „andsovésk hegðun“ þótti vera forðum austantjalds. Og því var bætt við af framkvæmdastjórn ESB að ákvörðun Slóvakíu mundi hafa „pólitískar afleiðingar fyrir landið.“ Þetta voru viðbrögð Brusselvaldsins við ákvörðun þjóðþings Slóvakíu, sem var tekin með nær samhljóða atkvæðum. Það er ekkert léttmeti fyrir smáríki eins og Slóvakíu (meira en 10 sinnum fjölmennara en Ísland) að fá slíkar ódulbúnar hótanir frá forystu ESB í Brussel. Sér einhver fyrir sér að þannig yrði nokkurn tímann talað til Þýskalands?"

(Tilvitnun lýkur í Reykjavíkurbréf dagsins.)

Jón Valur Jensson, 6.8.2011 kl. 18:59

3 Smámynd: Vendetta

"Sér einhver fyrir sér að þannig yrði nokkurn tímann talað til Þýskalands?"

Að sjálfsögðu ekki, enda stjórna Þjóðverjar efnahagsstefnu Evrópusambandsins.

Vendetta, 7.8.2011 kl. 16:30

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og við eigum að draga umsóknina strax til baka hún gerir ekkert annað en að kosta peninga sem við eigum ekki, þetta er eins og sjoppa sem er í andaslitrunum en á meðan er eigandinn í pennanum að skoða nýjann gatara á skrifborðið hjá sér.

Þetta snýst enn einu sinni um löngun Þjóðverja til þess að hafa heimsyfirráð og þangað mun gjaldeyrir sá er kemur inn í ESB ríkin fara fyrir viðskipti við lönd utan ESB.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 8.8.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 65698

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband