Föstudagur, 5. ágúst 2011
SPÁNN: Enn og aftur hrottalegt lögregluofbeldi gagnvart almenningi sem andmælir atvinnuleysinu og efnahagskrýsunni !
Spænska lögreglan gengur fram af mikilli hörku og grimmd gagnvart Spænskum almenningi.
Þessir mótmælendur hafa verið fólk á öllum aldri en þó aðallega ungt fólk.
Þetta ítrekaða og harkalega lögregluofbeldi og óþol gagnvart mótmælendum hlýtur að vera með vilja og vitund Spænsku Samfylkingarinnar þ.e. ríkisstjórnar Zappateros sem hér situr nú enn algerlega ráðalaus.
Atvinnuleysi er viðvarandi yfir 20% og er nú 21% og upp undir 50% hjá ungu fólki.
Laun hafa ítrekað verið lækkuð, nú síðast í annað sinn hjá opinberum starfsmönnum um heil 15%.
Skattar hafa verið hækkaðir mikið og vöruverð hefur líka hækkað talsvert. Almennur niðurskurður er í allri velferðarþjónustunni.
Betl og vændi á götum úti er orðið meira áberandi, sem aldrei fyrr og glæpir og ofbeldi hafa stóraukist.
Þetta eru auðvitað afleiðingarnar af hryllilegu atvinnu- og efnahagsástandinu sem nú skekur Spán og stjórnvöld ráða ekkert við.
Eina svar þeirra í ráðaleysinu og örvæntingunni er að berja af hörku á mótmælendum ! Þvílíkir vesalingar !
Fólk hér óttast mjög að Spánn sé ásamt Ítalíu að sogast ínn í sömu efnahagslegu hamfarirnar og hafa komið ESB/EVRU löndunum Grikklandi, Portúgal og Írlandi í þær hroðalegu ógöngur sem þau lönd eru nú komin í.
Fólk hefur enga trú á innlendum stjórnvöldum sem horfa bara bænar augum til Brussel.
En almenningur hér hefur einnig áttað sig á því að Brusselskum embættislýð er heldur alls ekki treystandi það hafa harkalegar og grimmilegar aðgerðir þeirra gagnvart Grikklandi, Írlandi og Portúgal sýnt !
Samúð mín og 2/3 hluta Spánverja er öll með mótmælendum hér og Spænskum almenningi !
Tekið skal fram að höfundur hefur búið á S-Spáni undanfarin 3 ár.
![]() |
Óöld í Monterrey í Mexíkó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.