ESB og EVRU Ríkið Grikkland komið langt undir RUSLFLOKK ! Hvernig gat þetta gerst og þetta sem átti aldrei að geta gerst innan ESB og með EVRU !

Nú skrapar Grikkland botninn, nú er skultadryggingarálag Gríska Ríkissjóðsins fallið niður í CCC og er orðið langt undir svokölluðum ruslflokki.  
ESB og EVRU ríkið hefur nú slegið nýtt heimsmet á botninum og fátæku þróunarríkin, Pakistan, Equdor og Jamaíka sem áður vermdu botn sætin eru nú kominn upp fyrir Grikkland.
 
Alþjóðlega skuldatryggingarálagið er líka vel yfir 1200 punktum.
 
ESB og EVRU landið Grikkland er nú alþjóðlega metið mörgum sinnum gjaldþrota og algerlega ógjaldfært.
 
Þetta sem að sögn ESB trúboðsins á Íslandi átti aldrei að geta skeð undir verndarvæng ESB apparatsins og hvað þá ef þjóðir væru í Evrusamstarfinu með EVRU sem gjaldmiðil líka.
 
En samt hefur þetta sem einmitt aldrei átti að geta skeð einmitt gerst og jafnvel með enn meiri hörmungum en nokkurn gat órað fyrir. En ekki bara í Grikklandi heldur nú líka í Írlandi og nú síðast í Portúgal.
 
Í biðsal Evru dauðans og þeirra hörmunga bíða nú líka Spánn og Ítalía og jafnvel enn fleiri ríki.
 
Svo til að segja eitthvað þá segja ESB sinnarnir sem afhjúpaðir hafa verið með þessa lygaþvælu sína, að það sé nú einmitt að koma í ljós hvað mikið öryggi sé í ESB og Evrunni þegar svona hlutir sem aldrei áttu að ske gerast einhvernveginn samt alveg óvart að þeirra mati.
Því að þá komi hin allt um vefjandi ESB Elíta með svokallaða "Björgunarpakka" og björgunarlið á vettvang !
 
En það er nú síður en svo að þessir svokölluðu "björgunarpakkar" í boði ESB Elítunnar, ECB banka Evrópusambandsins og AGS klíkunnar séu að bjarga einhverju hjá þessum vesalings þjóðum eða almenningi þeirra .
 
Aldeilis ekki, þvert á móti þá eru þeir einmitt að kirkja þær og leggja skuldaklafa á okurvöxtum á almenning og alþýðu þessara landa í nokkrar kynslóðir.
 
Það á samkvæmt valdboði ESB Elítunnar að færa lífskjör almennings þessara landssvæða aftur um áratugi !
 
Og til hvers ?
 
Jú til þess eins að bjarga sjálfri Evrunni frá alþjóðlegu hruni, ECB banka Evrópusambandsins frá gjaldþroti og helstu einka-braskbönkum stór Evru svæðisins frá því að tapa einum einasta Evru-eyri á græðgi sinni og glannaskap vegna vandræða brask bankakerfis þessara þjóðríkja, sem þessir sömu aðilar komu þeim í !
 
Sérhver er nú björgunin eða öryggið, eða hitt þó heldur.
 
Þessi ósvífni og yfirgangur er helstefna ESB Elítunnar í raun og unnin í nánu samstarfi við glæpa braskbankana og AGS Klíkuna !
 
Við skulum aldrei lúta forræði eða valdboði þessa ESB hyskis !
 
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB ! 

mbl.is S&P lækkar lánshæfismat Grikklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þetta er grikklandi að kenna ekki ESB. 

Ef það væri ekki fyrir ESB þá væri Grikkland löngu orðið gjaldþrota.

Þannig að rökin þín að vandræði Grikkland sé að hluta til ESB að kenna er fjarstæða.

Sleggjan og Hvellurinn, 13.6.2011 kl. 22:48

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Sleggjan & Þruman:

"Árinni kennir illur ræðari"

Gunnlaugur I., 14.6.2011 kl. 06:46

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta máltæki á vel um þig og grikkland.

grikkland er búið að haga sér einsog óviti í fjármálum og kennna ESB um allar ófarir sínar  ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 14.6.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband