ESA - Órökstuddar kúgunarkröfur þessa hlutdræga valdaapparts Evrópusambandsins ! Þeir geta ekki kúgað okkur til að greiða og hafa enga lögsögu í málinu.

Alveg sama hvað þeir álykta oft og þó þeir hóti málssókn fyrir EFTA dómstónum þá er sá dómstóll eða hugsanlegur dómur ekki endanlegur og getur ekki með réttmætum eða löglegum hætti kúgað okkur til að greiða.

Það væri gaman að sjá hvernig rökstuðningur EFTA dómstólsins yrði ef hann dæmdi okkur í óhag.

Það myndi þýða að allt regluverk og innistæðukerfi ESB og fjármálkerfis þeirra riðaði til falls og hitti þá sjálfa verst fyrir.

En þó svo að dómurinn yrði okkur í óhag þá hefur þessi dómstóll enga endanlega lögsögu yfir okkur.

Sóknaraðilarnir yrðu að byrja á að höfða mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ætli þeir að eiga einhverja möguleika á því að fá íslenska ríkið í skuldbindingu fyrir þessum innistæðum.

Mjög ólíklegt er að íslenskir dómstólar myndu dæma eftir pöntunum frá Brussel, heldur styðjast við almennan lög og rétt og þau lög og reglur sem hér gilda og einnig til hliðsjónar skoða reglur og tilskipanir sem gilltu um innistæðutryggingarsjóskerfið og settar voru með tilskipunum sjálfs Æðsta ráðs ESB valdaelítunnar og áttu auðvitað að vera fullkomin meistarsmíð.

En reyndist síðan gatslitið og handónýtt kerfi þegar á reyndi og til raunveruleikans kom eins og margt fleira sem frá þessu skaðræðis skrifræðisapparati hefur komið.


mbl.is Þriggja mánaða Icesave-frestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef niðurstöður EFTA-dómstólsins yrðu samhljóða þessu áliti ESA væru það mikil tíðindi. Það myndi líklega þýða að EES-samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrá.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 11:20

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakkir fyrir öflugan pistil um þetta hneykslanlega álit ESA.

Ég var að senda frá mér pistil um sömu frétt.

Jón Valur Jensson, 10.6.2011 kl. 11:38

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vísa þar í þessa grein þína, m.a. af því að ég hef takmarkaðan tíma til að ræða þar málið til hlítar.

Jón Valur Jensson, 10.6.2011 kl. 11:39

4 Smámynd: Elle_

Kúgunarkröfur já, nákvæmlega.  ICESAVE krafa bresku, hollensku og ekki síst íslensku ríkistjórnarinnar, ICESAVE-STJÓRNARINNAR, hefur aldrei haft nein lögmæt rök að styðjast við. 

Elle_, 10.6.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 65440

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband