Miðvikudagur, 1. júní 2011
Ásmundi Einari Daðasyni formanni Heimssýnar óskað góðs gengis innan Framsóknarflokksins.
Menn eiga ekki að binda sig við flokka eins og hundar á roði. Framsóknarflokkurinn var algerlega óverjandi hagsmunasamtök og spillingargryfja hér fyrir nokkrum árum síðan.En flokkurinn hefur gert rækilega upp við hrunið og skipt rækilega út og loftað vel út með nýja og kraftmikla formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson við stjórn.
Flokkurinn hefur nú tekið upp eindregna afstöðu gegn ESB aðild og það eru einmitt stærstu mál íslenskra þjóðmála í dag.
Ég er því ekki hissa á að Ásmundur Einar hafi fundið sig í Framsókn og sagt skilið við þann annars ágæta flokk VG sem því miður hefur lent í mjög vondum félagsskap þar sem hann hefur látið Samfylkinguna kúga sig til óhæfuverka, kjósendum flokksins til mikilla vonbrigða.
Ég óska þingmanninum Ásmundi Einar Daðasyni alls hinns besta í nýjum stjórnmálaflokki og vona að hann geti þar látið til sín taka og gott af sér leiða fyrir land okkar og þjóð.
Ásmundur Einar í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sorglegt með VG, flokkur sem ég studdi og nú ræður Jóhönnuflokkurinn öllu. Þau voru kannski hugsjónaflokkur, en ekki lengur.
Elle_, 1.6.2011 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.