Laugardagur, 28. maí 2011
Spænska lögreglan grá fyrir járnum ræðst að friðsömum mótmælendum með skefjalausu ofbeldi ! Þetta eru ekki lögreglusveitir einræis fasista stjórnar Francos !
Hér á Spáni er nú allt að sjóða upp úr.
Viðvarandi atvinnuleysi sem komið er uppí 21,3% á landsvísu og er um 45% hjá ungu fólki auk gríðarlegrar lífskjaraskerðingar hefur kallað á mikil og fordæmalaus mótmæli á landsvísu.
Ráðaleysi stjórnvalda hér, þ.e. hinnar Spænsku Samfylkingar er algert.
Fyrir utan það að banna mótmæli í panik og ráðaleysi, svona svipað og Fasistastjórn Francos gerði þegar hún var hér við völd. Þetta bann þeirra hefur þó ekki dugað til og þá alveg eins og á tímum Francos þá beittu þeir nú óeirðar lögreglunni fyrir sig af skefjalausri hörku og ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum í Barcelona.
Það er ótrúlegt að sjá sjónvarpsmyndir af hrottafengnum atgangi lögreglunnar enda liggja yfir 120 manns sárir og sumir mjög alvarlega eftir að hafa verið barðir miskunnarlaust í hausinn með kylfum lögreglunnar. Þetta er ótrúlegt að sjá þetta hér árið 2011.
Sem betur fer er íslenska lögreglan ekki svona.
Spánverjar eru hér að mótmæla ömurlegu ástandinu, þ.e. þessu gríðarlega atvinnuleysi, ráðleysinu,fátæktinni og eymdinni í ESB og EVRU ríkinu Spáni árið 2011.
En fólk er jafnframt hrætt um að Spánn sé að sogast inn í svipað hroðalegt efnahags og upplausnar ástand og hin ESB/EVRU löndin, Grikkland, Írland og Portúgal hafa þegar gert og verði þá líka neydd til að taka svokallaða "björgunarpakka" að láni á okurvöxtum í boði ESB og AGS.
Ekki til að bjarga almenningi hér eða Ríkissjóði Spánar.
Nei aldeilis ekki heldur til þess að leggja drápsklyfjar á Spænskan almenning og skerða enn frekar lífskjör hér en orðið er, til þess eins að geta bjargað EVRUNNI og Stórkapítali ESB stórríkjanna, stórbönkum og brasksjóðum þeirra þar á meðal ECB bankanaum, sem er Central banki ESB Elítunnar.
Íslenskir ESB sinnar hrópuðu uppá Íslandi rétt eftir hrun:
"ÞETTA HEFÐI ALDREI GETAÐ GERST, HEFÐUM VIÐ VERIÐ Í ESB OG MEÐ EVRU"
En þetta er nú samt einmitt búið að gerast í ESB og EVRU löndunum Grikklandi, Írlandi og Portúgal og er nú að skella á hér á Spáni og það meira að segja með enn meiri hörmungum en nokkurn tímann á okkar litla en friðsæla landi Íslandi og það þrátt fyrir ESB og þrátt fyrir EVRU.
Mótmælendur miskunnarlaust barðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Breyttu "þrátt fyrir" í "bein afleiðing af".
Guðmundur Ásgeirsson, 28.5.2011 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.