Fimmtudagur, 19. maí 2011
Spánverjar mótmæla - Massívu atvinnuleysi og síversnandi efnahagsástandi og bágum kjörum almennings. Spánarstjórn sendir óeirðalögregluna gegn mótmælendum og ætlar að banna friðsöm mótmælin !
Nú er almenningur hér á Spáni að rísa upp gegn viðvarandi atvinnuleysinu sem er nú 21,3% á landsvísu og um 40% meðal ungs fólks. Fátækt er nú aftur orðin áberandi á Spáni, betl á götum úti, vændi og glæpir hafa aukist stórlega.
Það er mikið vonleysi hér sérstaklega hjá ungu fólki sem hefur mátt þola viðvarandi 40% atvinnuleysi og mörg þeirra eru nú háð mömmu og pabba sem í sumum tilvikum eru nú líka búinn að missa vinnuna. Atvinnuleysi er í raun hærra því að hér getur fólk aðeins verið 12 mánuði á atvinnuleysisskrá og hér geta sjálfstæðir iðnaðarmenn eða aðrir verktakar ekki fengið atvinnuleysisbætur. einnig eru hér í gangi alls konar tæknilegar reglur til þess að útlendingar sem hér búa fjölmargir eiga nær ómögulegt að komast á atvinnuleysisbætur.
Meirhluti Spánverja vilja nú losna við Evruna og taka upp sinn eigin gamla gjaldmiðil pesetann. Enda telja þeir að stór hluti af því hvað efnahagskreppan leikur þá illa og atvinnuleysið sé hátt sé það að landið er frosið inni með gjaldmiðil sem það getur lítil sem enginn áhrif haft á.
Unga fókið sérstaklega hefur líka orðið stórar efasemdir um ESB aðildina og að landinu skuli hafa verið gert að leggja milljarða Evra í björgunarsjóð Evru ríkjanna til bjargar efnahag Grikklands, Írlands og Portúgals. En óttast nú lika að þeim verði þröngvað til þess að taka við slíkum svokölluðum "björgunarpakka" Sem er auðvitað ekkert neinn björgunarpakki heldur aðeins nauðugur þrældómur og ánauð í áratugi í boði ESB og AGS til þess að bjarga stórkapítali og stórbönkum í helstu stórveldum ESB ríkjanna svo og ECB banka Evrópusambandsins sem hefur verið mjög illa stjórnað.
En nú hefur ríkisstjórn Samfylkingarinnar hér á Spáni bannað mótmælin sem breiðast nú ört út til annarra hluta landsins. Um 500 manna öryggissveit grá fyrir járnum stendur nú frammi fyrir friðsömum mótmælendum á Puenta del sol torginu á Spáni.
Þó flest hafi gengið hér á afturfótunum í Spænskum efnahag undanfarin ár þá ætla ég samt að vona að Spánn ætli ekki aftur að breytast í fasista ríki. Það vona ég ekki ég bý nefnilega hérna og hef gert undanfarin 3 ár.
En ætla rétt að vona að mótmælendum verði leyft að mótmæla hér í friði.
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.