ESB- Elítan trúir því að samruni ESB helst í eitt ríki sé virkilega svarið ?

Elíta ESB apparatsins í Brussel með þennan yfircommísar Michel Barnier í broddi fylkingar telur að mæta eigi vaxandi andúð fólks í aðildarríkjunum á ESB apparatinu sem lýsi sér í meiri þjóðernishyggju eins og í Finnlandi sé best að kveða niður með enn meiri miðstýringu og samruna.

Þessi sjálfupphafna og ofalda spillingar valdaelíta ESB appartsins býr sko sannarlega í sínum gyllta Fílabeinsturni í Brussel og hefur engan skilning á aðstæðum eða þörfum venjulegs fólks í aðildarlöndum sambandsins.

Það er rétt að andstaða hefur verið mikil við vaxandi miðstýringu og völd þessarar ESB klíku enda hefur það aðeins leitt til óstjórnar og spillingar.

Fólkið vildi ekki Mastricht eða Lissabon sáttmálana. Þessu var troðið ofan í fólk án þess að það fengi nokkuð um þessi mál að segja.

Þetta eru sannarlega blindir menn fólk er að mótmæla vegna þess að það vill ekki meira afsal á lýðræðisréttindum sínum til þessa ESB valdaapparats.

Þess vegna munu svona áætlanir um aukinn samruna aðeins kalla á meiri andúð og fyrirlitningu alþýðu manna á þessu skrýmsli sem heitir ESB !


mbl.is Meiri samruni eina svarið við vaxandi þjóðernishyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband