Miðvikudagur, 15. apríl 2020
Ótrúlegur hroki og yfirgangur útgerðar aðalsins. Nóg komið - það þarf að innkalla kvótann strax ! Fiskveiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar !
Fiskveiðiauðlindin er sameign þjóðarinnar, eða hvað?
En nú berast fréttir af því þegar þjóðin öll stendur frammi stórkostlegri þjóðarvá, atvinnuleysi og miklum tekjumissi þá skuli stærstu og ríkustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins ætla að heimta milljarða króna í skaðabætur frá skattgreiðendum þessa lands vegna þess að hugsanlega hafi tæknilega ekki að öllu leyti verið staðið rétt að úthlutun á makrílkvóta til þeirra fyrir mörgum árum síðan.
Kvótaauðlind sem þau hafa þó grætt milljarða á og fénýtt sér frá upphafi til að auka gróða sinn og eigið fé.
Ég hef nú samt oftast verð tiltölulega sanngjarn og hógvær og haft skilning á þjóðhagslega mikilvægri stöðu sjávarútvegsins og þess vegna oft réttlætt og skilið hagræðingar aðgerðir þeirra og ráðrúm til nýsköpunar og frelsis.
En þegar við bætist nýlegar fréttir af því að stærsta og lang- öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins Samherji hf heimti nú að nýta sér neyðaraðstoð ríkissjóðs til fá ölmusu- og bótagreiðslur frá ríkinu fyrir hluta starfsmanna sinn þá er manni gersamlega nóg boðið.
Nú þarf að innkalla strax fiskveiðikvótana frá útgerðarauðvaldinu og úthluta þessari auðlind þjóðarinnar uppá nýtt !
![]() |
Fyrirtæki í sjávarútvegi dragi kröfu til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 15. apríl 2020
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar