Færsluflokkur: Evrópumál
Laugardagur, 6. ágúst 2011
"Það er í raun hinn sameiginlegi gjaldmiðill sem kemur í veg fyrir umbætur í mörgum löndum S-Evrópu"
Þetta sagði Jeppe Christainsen forstjóri Maj Invest í viðtali við Berlingske Tidende í gær.
Margir aðrir sérfræðingar í dönsku efnahagslífi taka í sama streng og segja mörg ríki S-Evrópu í raun gjaldþrota og ástandið sé miklu mun verra og alvarlegra en hingað til hafi verið haldið.
Öll ríkin, ekki bara S-Evrópulöndin þurfi nú að búa sig undir langvarandi kreppu, vaxandi atvinnuleysi, niðurskurð í velferðarþjónustu og lítinn eða engan hagvöxt.
Hvers vegna í veröldinni erum við að sækja um aðild að þessu sökkvandi stjórnsýsluapparati sem þar að auki er með stórgallað eða ónýtt myntkerfi "sem kemur í veg fyrir umbætur".
Ég held að þó svo að þessi ragna rök muni auðvitað hafa einhver neikvæð áhrif bæði hér og í öðrum Evrópulöndum sem eru blessunarlega utan ESB og með sinn eigin gjaldmiðil, þá sé langtum skinsamlegra að standa utan við og fara ekki um borð í þetta sökkvandi stórskip, ESB-TITANIC !
ESB umsókninn er algerlega ónýt og menn eiga að viðurkenna það að hún var mistök !
![]() |
Fimm ár af sársauka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 5. ágúst 2011
Algerlega óhæfur og "óendanlega" veruleikaskertur Ráðherra ! "Sér ekki, heyrir ekki og talar heldur ekki um hlutina" , eins og þeir raunverulega séu ekki til !
Það er algerlega ljóst að það er mjög alvarleg tímaskekkja og hreinar ógöngur fyrir íslenska þjóð að halda úti ránndýrri vinnu við að standa í aðildarferli við ESB stjórnsýsluapparatið við þessar hræðilegu aðstæður.
Þar sem ESB/EVRU svæðið beinlínis logar nú stafnana í milli af upplausn, ráðaleysi og efnahagslegum og stjórnarfarslegum kerfislegum stórvandamálum !
Ef menn sjá þetta ekki og eða heyra ekki og þora svo heldur ekki að tala um þetta af fullri alvöru þá eru þeir alvarlega "óendanlega" veruleikaskertir eins og Árni Páll sem virðist hafa verið á einhverri annarri plánetu í nokkur ár.
Þeir Samfylkingar ráðherrarnir í ESB trúboðinu á Íslandi eru eins og aparnir þrír sem sátu saman á bekknum á þekktri ljósmynd.
Þar sem einn þeirra hélt fyrir augun, annar hélt fyrir eyrun og sá þriðji hélt fyrir munninn !
Það er; Ég sé ekki, ég heyri ekki og ég segi þess vegna heldur ekki frá !
Það er mjög auðvelt og í raun eðlilegt að sjá þau: Jóhönnu, Össur og Árna Pál í þessum apastellingum, þegar vandræði ESB/EVRU svæðisins er til umræðu !
Veruleikafirring þessa fólks er á mjög háu og alvarlegu stigi !
![]() |
Segir evru veita stöðugleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 5. ágúst 2011
SPÁNN: Enn og aftur hrottalegt lögregluofbeldi gagnvart almenningi sem andmælir atvinnuleysinu og efnahagskrýsunni !
Spænska lögreglan gengur fram af mikilli hörku og grimmd gagnvart Spænskum almenningi.
Þessir mótmælendur hafa verið fólk á öllum aldri en þó aðallega ungt fólk.
Þetta ítrekaða og harkalega lögregluofbeldi og óþol gagnvart mótmælendum hlýtur að vera með vilja og vitund Spænsku Samfylkingarinnar þ.e. ríkisstjórnar Zappateros sem hér situr nú enn algerlega ráðalaus.
Atvinnuleysi er viðvarandi yfir 20% og er nú 21% og upp undir 50% hjá ungu fólki.
Laun hafa ítrekað verið lækkuð, nú síðast í annað sinn hjá opinberum starfsmönnum um heil 15%.
Skattar hafa verið hækkaðir mikið og vöruverð hefur líka hækkað talsvert. Almennur niðurskurður er í allri velferðarþjónustunni.
Betl og vændi á götum úti er orðið meira áberandi, sem aldrei fyrr og glæpir og ofbeldi hafa stóraukist.
Þetta eru auðvitað afleiðingarnar af hryllilegu atvinnu- og efnahagsástandinu sem nú skekur Spán og stjórnvöld ráða ekkert við.
Eina svar þeirra í ráðaleysinu og örvæntingunni er að berja af hörku á mótmælendum ! Þvílíkir vesalingar !
Fólk hér óttast mjög að Spánn sé ásamt Ítalíu að sogast ínn í sömu efnahagslegu hamfarirnar og hafa komið ESB/EVRU löndunum Grikklandi, Portúgal og Írlandi í þær hroðalegu ógöngur sem þau lönd eru nú komin í.
Fólk hefur enga trú á innlendum stjórnvöldum sem horfa bara bænar augum til Brussel.
En almenningur hér hefur einnig áttað sig á því að Brusselskum embættislýð er heldur alls ekki treystandi það hafa harkalegar og grimmilegar aðgerðir þeirra gagnvart Grikklandi, Írlandi og Portúgal sýnt !
Samúð mín og 2/3 hluta Spánverja er öll með mótmælendum hér og Spænskum almenningi !
Tekið skal fram að höfundur hefur búið á S-Spáni undanfarin 3 ár.
![]() |
Óöld í Monterrey í Mexíkó |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. ágúst 2011
Mikill meirihluti Norskra kjósenda eru algerlega andvígir ESB aðild - Líka meirihluti kjósenda Verkamannaflokksins !
Aðeins sáralítill hluti Norsku þjóðarinnar styður ESB- aðild og mikill og afdráttarlaus meirihluti stuðningsmanna allra Norsku stjórnmálaflokkana eru algerlega andvígur ESB- aðild Noregs.
Aðeins rúmelga 10% kjósenda eru hlutlausir eða taka ekki afstöðu og aðeins 18,2 segjast hlynntir ESB aðild.
Það þýðir að aðeins sáralítill minnihluti Norsku þjóðarinnar eru hlynntir ESB aðild, en mikill og vaxandi meirihluti þjóðarinnar er í andstöðu við ESB aðild þó svo að ekkert sé búið alla vegana ekki nýlega að kíkja í neinn "ESB pakka" hjá þeim og hvað hann hefði kannski mögulega að geyma !
Mikill meirihluti Norðnmanna telur sig ekkert þurfa að kíkja í þennan gamla myglaða Epalakassa sem heitir ESB aðild.
Þeir hafa hvort eð er tvisvar sinnum kíkt í ESB Eplakassann og niðurstaðan í bæði skiptin hefur verið afdráttarlaus höfnun á ESB stjórnsýslu helsinu !
Nákvæmlega sama sinnis eða jafnvel enn afdráttarlausari en nokkru sinni fyrr er nú mikill meirihluti Norskra kjósenda.
Ef þessum 10,2% sem ekki taka afstöðu eða eru hlutlausir er sleppt eins og auðvitað væri gert í almennum kosningum við þá sem ekki mæta á kjörstað eða skila auðu þá væru hátt í 80% Norðmanna andvígir ESB aðild og þó er enginn samningur við þá á döfinni og ekkert verið af þeirra hálfu verið kíkt í pakkann eða einu sinni reynt að kíkja í þennan svokallaða ESB pakka þeirra í u.þ.b. 20 ár eða svo.
Þetta eru reyndar alls ekki ósvipaðar niðurstöður og birst hafa hér í skoðanakönnunum, sem ESB trúboðið vill þó alls ekki taka neitt mark á, af því að þeir segja að enginn geti tekið raunverulega afstöðu fyrr en þeir viti nákvæmlega hvað er í ESB pakkanum.
En afhverju er ESB andstaða Norðmanna þá svona yfirgnæfandi og afdráttarlaus ?
Þessu þrjóskulega og lymskulega sjónarmiði ESB sinna eru greinilega bæði Norskir og Íslenskir kjósendur algerlega ósammála.
Því þeir telja sig vel vita og þora báðir að taka mjög afdráttarlausa og afgerandi afstöðu gegn ESB apparatinu !
Þeir hafa séð alveg nóg og það í beinni útsendingu frá ESB/EVRU hörmungunum !
Það er því algerlega rangt að íslenskir kjósendur frekar en Norskir geti ekki tekið upplýsta og sjálfsstæða ákvörðun fyrr en þeir viti nákvæmlega hvurslags skilmála og skilyrði ESB stjórnsýsluapparatið setur landi okkar og þjóð !
Ítrekuð döpur reynsla Norðmanna af þessum ESB málum er að mörgu leyti okkur til eftirbreytni, við getum víst margt af þeim lært í þessu !
Þeir sem til þekkja í raun vita mjög vel að það verður hvort eð er aldrei annað í ESB pakknum annað en að ganga 100% að þeirra skilyrtu skimálum í formi þeirra tilskipana eins og Mastricht- og Lissabon sáttmálarnir eru á meðan Evru svæðið og stór hluti Evru landana logar stafnana á milli í sinni skelfilegu fjárhagslegu- Evru- og Efnahagskrýsu !
Skilur einhver hvað er verið að gera með þessari kostnaðarsömu ESB umsókn í mikilli andstöðu við mikinn meirihluta Íslensku þjóðarinnar !
![]() |
Breivik hefur áhrif á skoðanir á ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 27. júlí 2011
KLÚÐUR ! LÖGREGLAN OG HERINN VORU STEINSOFANDI OG BRUGÐUST Á ÖGURSTUNDU !
Um leið og maður er algerlega harmi sleginn yfir þessu hryllilega geðveikislega voðaverki í Noregi sem virðist hafa verið skipulagt í þaula af einum mjög illa höldnum og geðveikum einstaklingi, þá eru nú þegar farnar að vakna margar mjög ásæknar spurningar.
Fyrst vil ég þó byrja á að votta Norsku þjóðinni allri, frændum okkar og sönnum vinum enn og aftur mína dýpstu samúð, sérstaklega þeim fjölskyldum og vinum fórnarlambana sem nú eiga um sárt að binda !
En nú þegar eru ýmsar mjög áleitnar og erfiðar spurningar teknar að vakna meðal Norðmanna og þeirra sem þarna misstu ástvini sína.
Neyðarlínan, lögreglan og herinn og almannavarnarkerfið virðast algerlega hafa brugðist.
Nú reyna þeir samt að klóra í bakkann og að klappa hvor öðrum og segja þetta allt hafa verið eðlilegt og eru búnir að stytta tímann sem tók að koma á vettvang úr 90 mínútum niður í 60 mínútur sem er alls ekki satt ?
Hvernig gat það gerst að þessi geðveiki og byssuóði brjálæðingur og fjöldamorðingi hafði allan þann tíma sem hann fékk eða alls ca 90 mínútur til þess að athafna sig og labba um þennan smá hólma og myrða skipulega í rólegheitunum og salla niður með köldu blóði hátt í 80 ungmenni án þess að lögreglan eða herinn væri tafarlaust sendur á vetvang.
Að bera síðan við þyrluleysi í sjálfri höfuðborginni hjá einni ríkustu og mest tæknivæddustu þjóð veraldar er ekki boðlegt.
Norska Sjónvarpið var meira að segja kominn með frétta- og myndatökumenn yfir eyjuna heilum 30 mínútum á undan lögreglunni !
Sýnir aðeins skömm og niðurlæginu lögreglunnar enn betur og skýrar og segir að gagnrýninn á fullan rétt á sér !
Síðan hafa þeir líka í afsökunarferlinu borið við bátaleysi, þvílíkt skipulagsleysi og skortur á skilningi á alvarleika þessa máls er hrikalegur !
Það sem bjargaði tugum mannslífa sem betur fer var að almenningur á fasta landinu tók ráðin í sínar hendur og fór á bátum sínum í átt til Eyjarinnar og björguðu þar á eigin spítur tugum mannslífa þrátt fyrir að skjálfandi hrædd Norska lögreglan í landi sem beið á bakkanum á fasta landinu og beið í a.m.k. í heilan klukkutíma þar eftir sérsveitinni sem var víst "á puttanum" og þorðu því ekkert að gera neitt vegna fyrirskipana að ofan, nema jú að þeir harðbönnuðu öllum almennum bátseigendum að sigla í átt til Úteyjar.
Þeir höfðu flestir fyrirskipanir lögreglunnar sem betur fer að engu, því að annars væri tala látinna a.m.k. tugum fleiri !
Sannað er að flest ungmennanna ca 600 sem þarna voru stödd voru öll meira og minna með GSM síma á sér og fjölda mörg þeirra létu vini og ættingja og líka lögregluna og neyðarlínuna Norsku vita hvað væri þarna virkilega að gerast strax á fyrstu 5 mínútunum sem ódæðið byrjaði !
Hvers vegna var ekki vopnuð sérsveit lögreglunnar eða Norska hersins send með þyrlu samstundis á vetvang til eyjarinnar til þess að stöðva þennan voðalega harmleik ?
Kannski hefði mátt stöðva þetta strax á fyrsta korterinu og bjarga þar með jafnvel tugum mannslífa ? Eyjan litla fagra, Útey sem breyttist á svipstundu í "helvíti á jörð" í eina og hálfa klukkustund er í mesta lagi í aðeins 7 mínútna beinu þyrluflugi frá Osló !
Ég held að fara þurfi í gegnum þetta og eflaust þurfa einhverjir embættismenn og yfirmenn hers og lögreglu að sæta ábyrgð vegna þessara hryllilegu mistaka. Ekki það að þeir hafi gert þetta viljandi !
Engu er líkara en að lögreglan hafi verið algerlega skipulagslaus og hreinlega farið "á puttanum" bæði á landi og sjó til þess að reyna að stöðva morðin og því hafi þetta að þeirra sögn tekið svona óralangan tíma.
Slíkar afsakanir sem reyndar hafa verið mjög misvísandi eins og hafa heyrst því miður, eru ekki boðlegar og algerlega fyrir neðan allar hellur !
En þetta er auðvitað ekki aðal málið núna, en verður það bráðlega og verður að skoðast mjög alvarlega þegar frá líður.
Því þessi afdrifaríku mistök varða ekki aðeins Norðmenn, þó þeir blæði svona hörmulega fyrir þau í þetta skiptið.
Allir, aðrar þjóðir verða líka að læra af þessum mistökum og þetta verður að rannsaka ofan í kjölinn og þar er lögreglan sjálf ekki rétti rannsóknaraðilinn, það þarf að skipa sérstaka óháða rannsóknarnefnd sem kortleggur þetta í smá atriðum lið fyrir lið !
Ég bæti þessu við hér því að nýjustu fréttir eru þær að Stoltenberg forsætisráðherra hafi nú skipað sérstaka óháða rannsóknarnefnd til þess að fara í smáatriðum yfir alla þætti málsins.
Því ber að fagna því að mjög hörð gagnrýni er nú í þessum anda sem ég skrifa hér á störf Norsku lögreglunnar og fer mjög vaxandi í Noregi.
Auðvitað munu Norðmenn með allri sinni ítrustu nákvæmni rannsaka þetta ofan í kjölinn og þar verður vonandi ekkert dregið undan !
En að lokum:
" Tankerne gaar til alle paarörende og omkomne " Tragisk !
![]() |
Lögregla trúði honum ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 26. júlí 2011
Unga fólkið á Spáni er ekki hrifið af ESB- bákninu og ráða- og máttleysi eigin stjórnmálamanna gagnvart ESB valdinu og hroðalegu ástandinu á Spáni !
Nei unga fólkið hér á Spáni er ævareitt það er nú að sjá það að það hefur lítið sem enginn áhrif á framtíð sína.
Auk þess sem framtíðin með atvinnuleysi ungs fóks sem er hátt í 50% getur ekki verið björt.
Hinir svokölluðu kjörnu fulltrúar lýðræðisins segjast oftar en ekki lítið geta gert í ástandinu þetta sé allt samkvæmt fyrirmælum frá Brussel og embættisaðallinn sem lifir og hrærist við að fylgja eftir tilskipununum og regluverkinu hér eftir gefur ekkert eftir við að fara eftir smæstu reglugerðum í yfir 90.000 blaðsíðna regluverki Sambandsins, það dregur frekar þrótt úr atvinnulífinu en hitt.
Gott hjá þessum hugrökku ungmennum að beina nú mótmælunum beint til sjálfrar valdaelítunnar til höfuðstöðvanna sjálfra í Brussel.
Ég spái að áður en gangan kemst á leiðarenda verði þar tugir þúsunda mótmælenda.
Það verður aldeilis svipur á þeim Elítu kumpánum, þeim Von Roumpey forseta ESB og Barrosso framkvæmdastjóra Leiðtogaráðsins þegar mótmælenda hersingin mætir til sjálfra höfuðstöðva þessa sjálfsskipaða Miðstýrða Stórveldis !
Skyldu nýskipaðar Leyni- og öryggissveitir ESB- Elítunnar ráða við þetta ?
Verða mótmælendur barðir til óbóta eins og spænska lögreglan gerði bæði í Madrid og Barcelona ?
Eða mun Commisararáðið kannski gefa út eina alls herjar tilskipun um að banna þessi mótmæli með öllu !
Þessir menn hafa aldrei verið kosnir lýðræðislega til að ráða örlögum fólksins í Evrópu, þess vegna má nú búast við að þeir verði nú svolítið hræddir um völd sín, þegar almenningur ætlar allt í einu að fara að skipta sér af þessum háu herrum og misvitrum ráðstöfunum þeirra og óráðum !
![]() |
Ætla fótgangandi til Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 26. júlí 2011
Mismunur hvað var gert á ÍSLANDI og í ESB/EVRU löndunum með bankana og skuldir þeirra. Marínó G. Njálssyni svarað
Þessi grein er í raun athugasemd við viðtal við Marínó G. Njálsson og er nú á Eyjunni, en mér er lífsins ómögulegt að gera athugasemd við. En ég veit að Marínó líka hér á Moggablogginu þannig að ég leyfi mér að svara honum hér á minni eigin bloggsíðu.
Þetta er nú ekki alls kostar rétt hjá Marínó.
Vegna þess að með Neyðarlögunum þá voru gömlu bankarnir hér settir í þrot en nýjir bankar stofnaðir á grunni þeirra.
Þar sem almennum sparifjáreigendum var tryggð full endurgreiðsla í krónum talið á inneignum sínum á almennum reikningum.
Verðgildi krónunnar féll líka mikið á þessum tíma þannig að í raun töpuðu allir sparifjáreigndur.
Síðan töpuðu margir stórum hluta inneigna sína í peningamarkaðssjóðum Stóru föllnu bankanna og fullt af almenningi tapaði líka sem áttu hlutabréf í föllnu bönkunum.
Nýju bankarnir yfirtóku hinns vegar ekki skuldir gömlu bankanna heldur skildu þær eftir í gömlu bönkunum.
Þetta voru að lang mestu leyti skuldir við alls konar brasksjóði og eigendur þeirra og einnig marga af stærstu og gráðugustu bönkum á ESB svæðinu sem margir hverjir hafa svo sjálfir þurft á margfaldri ríkisaðstoð að halda á kostnað skattgeiðenda þeirra landa. Þeim svíður nú að þurfa nú að gera almennar kröfur í þrotabú gömlu gjaldþrota bankanna og eiga kannski von á að fá kannski 5 til 10% krafna sinna greitt.
Þess vegna hafa þeir líka ítrekað reynt að fá neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi, enn ekki tekist hingað til sem betur fer.
Að þessu leyti var aldeilis ekki að öllum skuldum íslenska bankakerfisins væri velt yfir á skattgtreiðendur.
Það hefði gert þjóðina mörgum sinnum gjaldþrota því að ef að þessar kröfur hefðu verið settar í ríkisábyrgð íslenska ríkisins þá skulduðum við kannski 10 falda þjóðarframnleiðslu okkar en ekki einhver 1,25% eins og staðan er að verða núna.
ICESAVE skuldin var annað mál af því að þar var um innlán að ræða á kennitölu Landsbankans og um það gilltu reglur um innistæðutryggingar samkvæmt EES samningnum og reyndar hripleku regluverki ESB. Auk þess sem þar var um margfallt lægri upphæðir að ræða. Ég var reyndar einn af þeim sem var algerlega andvígur að við tækjum á okkur ríkisábyrgð á þeirri kröfu, sem var síðan hafnað tvívegis af þjóðinni sem betur fer.
Og það sem meira er þetta er með allt öðrum hætti heldur en gert hefur verið hingað til að ráði ESB og í ESB/EVRU ríkjunum eins og Írlandi, Grikklandi og Portúgal.
Þar hefur skilyrðislaus krafan alltaf verið sú að ríkissjóður viðkomandi þjóðar og þar með talið almenningur gengi í eina alls herjar sjálfskuldaábyrgð fyrir öllum skuldum alls fjámála- og bankakerfisins til þess að enginn erlendur braskari eða banki tapaði einni einustu Evru.
Þeir í samráði við AGS hafa svo verið tilbúnir að lána viðkomandi ríkissjóðum á okurvöxtum reyndar, fyrir því að gera þeim þetta mögulegt, með því skilyrði reyndar að öllu þessu yrði velt yfir á almenning með skattahækkunum, stórkostlegum niðurskurði í samneyslu og kjararýrnun almennings.
Þetta er í stórum dráttum STÓRI munurinn á því sem Ísland hefur gert og hvernig farið hefur verið að í ESB/EVRU löndunum !
Þess vegna líta margir til okkar öfundar augum og segja, svona á að gera þetta en ekki láta almenning alltaf greiða allan brúsann bótalaust.
En menn geta auðvitað bölsóttast hér endalaust um að allt sé verst á Íslandi ef þeim líður eitthvað betur með það hvað sem líður öllum staðreyndum !
Sunnudagur, 24. júlí 2011
Ég styð Spænska mótmælendur - Vonleysið og ráðleysið er algert í viðvarandi 21% atvinnuleysi, sem er hátt í 50% hjá ungu fólki ! !
Íslendingar kvarta hástöfum með samt sem áður atvinnuleysi sem nær varla 1/3 af viðvarandi atvinnuleysi Spánar.
Sem samt hefur miklu strangari og þrengri atvinnuleysislöggjöf. Ég bý hér á Spáni og sé volæðið eigin augum á hverjum degi í ESB/EVRU landinu Spáni. ESB eða EVRAN er akkúrat ekkert að hjálpa Spáni nema síður sé.
Spánverjar eru í efnahagslegri gildru Evrunnar og algers ráðaleysis ESB Elítunnar.
Betl, vændi og sára fátækt má sjá hér daglega á götum úti.
Glæpir og volæði eru hér daglegt brauð alþýðunnar og er mjög sorglegt og sýnilegt.
Spænsk stjórnvöld ráða ekkert við ástandið og þeirra helsta vörn er endurtekið lögregluofbeldi á mótmælendur ! Mjög sorglegt.
Svo er land okkar og þjóð að sækja um aðild að þessu misheppnaða Ríkjasambandi og þar með miðstýrðu skuldafangelsi sem heitir ESB ?
Hvers vegna í veröldinni og það gegn stærstum hluta þjóðarinnar !
![]() |
Fótgangandi til Madrid |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 23. júlí 2011
Þetta er hryllilegt - en þarf að skoða alvarlega - HEILAR 90 MÍNÚTUR og lögreglan á puttanum bæði á landi og sjó !
Um leið og maður er algerlega harmi sleginn yfir þessu hryllilega geðveikislega voðaverki í Noregi sem virðist hafa verið skipulagt í þaula af einum mjög illa höldnum og geðveikum einstaklingi þá vakna samt margar ásæknar spurningar.
Fyrst vil ég þó byrja á að votta Norsku þjóðinni allri sönnum frændum okkar og vinum mína dýpstu samúð, sérstaklega þeim fjölskyldum og vinum fórnarlambana sem nú eiga um sárt að binda !
En þegar bráir af þá hljóta ýmsar sprurningar að vakna ?
Eins og hvernig gat það gerst að þessi geðveiki og byssuóði brjálæðingur og fjöldamorðingi hafði allan þann tíma sem hann fékk eða alls ca 90 mínútur til þess að labba í róleg heitum um þennan smá hólma og myrða skipulega í rólegheitunum og salla niður með köldu blóði hátt í 100 ungmenni án þess að lögreglan eða herinn væri sendur á vetvang.
Sannað er að flest ungmennanna ca 500 sem þarna voru stödd voru öll meira og minna með GSM síma á sér og fjölda mörg þeirra létu vini og ættingja og líka lögregluna og neyðarlínuna Norsku vita hvað væri þarna að gerast strax á fyrstu 5 mínútunum sem ódæðið byrjaði !
Hvers vegna var ekki vopnuð sérsveit lögreglunnar eða Norska hersins send með þyrlu samstundis á vetvang til eyjarinnar til þess að stöðva þennan voðalega harmleik ?
Kannski hefði mátt stöðva þetta strax á fyrsta korterinu og bjarga þar með jafnvel tugum mannslífa ? Eyjan litla fagra, Útey sem breyttist á svipstundu í "helvíti á jörð" í eina og hálfa klukkustund er í mesta lagi í aðeins 7 mínútna beinu þyrluflugi frá Osló !
Ég held að fara þurfi í gegnum þetta og eflaust þurfa einhverjir embættismenn og yfirmenn hers og lögreglu að sæta ábyrgð vegna þessara hryllilegu mistaka.
Engu er líkara en að lögreglan hafi farið á puttanum bæði á landi og sjó til þess að reyna að stöðva morðin og því hafi þetta að þeirra sögn tekið svona langan tíma.
Slíkar afsakanir eins og hafa heyrst því miður, eru ekki boðlegar og fyrir neðan allar hellur ! En þetta er auðvitað ekki aðal málið núna, en verður að skoðast alvarlega þegar frá líður.
" Tankerne gaar til alle paarörende og omkomne " Tragisk !
![]() |
Alvara og áfall í Osló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 25.7.2011 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. júlí 2011
Kannski of snemmt að gagnrýna ! EN HEILAR 90 MÍNÚTUR TIL AÐ STÖÐVA ÞENNAN MORÐÓÐABRJÁLÆÐING !
![]() |
Skaut óáreittur í 90 mínútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 25.7.2011 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar