Orkan okkar skilar vönduðu sérfræðiáliti sem sýnir ótvírætt fram á skaðsemi á innleiðingu 3ja Orkupakka ESB.

cropped-öxarárfoss-1Sérfræðinefnd Orkunnar okkar kynnti í dag á opnum kynningarfundi í Þjóðmenningarhúsinu vandað sérfræðíálit þar sem rauði þráðurinn í niðurstöðu skýrslunnar er að Alþingi ætti að hafna upptöku 3 orkupakkans á þeirri forsendu að upptaka hans í íslensk lög vær1151677i, "skaðleg fyrir íslenska þjóð, efnahag hennar og náttúru.

Skýrslan er 83 blaðsíður og hafa höfundar skýrslunnar skilað mjög góðu verki á skömmum tíma.

Í inngangi skýrslunnar segir að hér sé um að ræða einhverja stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir í sögu lýðveldisins.

Ritstjórar skýrslunnar eru þrír þekktir prófessorar þeir; Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson.

Auk þeirra eru aðalhöfundar efnis þeir, Hjörleifur Guttormsson, Bjarni Jónsson, Elías B. Elíasson, Ragnar Árnason, Eyjólfur Ármannsson, Sigurbjörn Svavarsson, Styrmir Gunnarsson og Jón Baldvin Hannibalsson.

Hér með eru færðar þakkir til allra þeirra sem að skýrslunni hafa komið og óhætt er að óska Orkunni okkar til hamingju með þessa vönduðum skýrslu. Vonandi verður hún og efni hennar öflugt vopn í baráttunni við að hrinda innleiðingu 3ja Orkupakka ESB í íslensk lög.


mbl.is Stærsta ákvörðun „íslensks lýðveldis“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er ekki vönduð skýrsla heldur áróðursplagg fullt af rangfærslum.

 

í fyrsta lagi þá leiðir innleiðing O3 ekki til þess að við þurfum gegn vilja okkar að samþykkja lagningu sæstrengs hingað til lands að viðlagðri skaðabótaábyrgð ef við gerum það ekki. Það að markmið sé tenging milli landa breytir því ekki. Við erum fullvalda ríki og ráðum því sjálf hvort við viljum slíka tengingu eða ekki og það er ekki brot á neinum samningum hvorki EES sanbubgyn sjálfum eða neinum orkupakkanum að hafna slíku. Eitt af aðal markmiðum ESB er frjáls för fólks og varnings  milli landa en samt getur engin krafist þess að fá að leggja veg milli ESB landa ef annað eða bæði ríkin sem hann á að tengja vill ekki veg þar á milli. Ef einhver vill til dæmis leggja brú eða göng til Möldu ef það er orðið tæknilega gerlegt þá getur Malta alveg hafnað því án þess að það baki þeim skaðabótaábyrgð.

 

Í öðru lagi þá er það þvæla að það yrði slæmt fyrir Ísland og íslenskan efnahag ef sæstrangur verður lagður milli Íslands og annarra landa. Við framleiðum margfallt meira rafmagn en við notum sjálf og það er því okkur í hag að verð fyrir raforkuna okkar hækki. Það er ólíklegt að slikt leiði til  hækkaðs raforkuverðs hér á landi allavega svo einhverju nemi enda er slíkur strengur dýr auk þess sem það þyfti að leggja fullt af háspennulínum að slíkum streng og það kostar líka umtasverðar upphæðir og við gætum sett alls konar takmarkanir á því sem myndu kosta mikið ef við viljum leggja stein í götu slíks strengs. Í dag er heildsöluverð raforku hér á landi um 4,5 mills en 7,5 mills í Bretlandi eða um 67% hærra en á Íslandi. Með tilliti til þess mikla kostnaðar sem felst í sæstrengnum, háspennulínum frá virkjunum að sæstrengnum og háspennulínum frá sæstrengnum að notendum Bretlands megin er það mikill að sá sem ætlaði að selja raforku í heildsölu á 7,5 mills í Bretlandi mun ekki bera hærra verð frá virkjun hér á landi en þau 4,5 mills sem það kostar í dag án þess að tapa á viðskiptunum. Reyndar miðað við núverandi kostnað við slikan streng bæri viðkomandi ekki einu sinni það verð enda er það þess vegna sem ekki er mikið verið að skoða þessa leið í dag.

 

En jafnvel þó við gefum okkur að annað hvort hækki raforkuverð mikið í Bretlandi eða kostnaður við sæstreng lækkar verulega þannig að þetta verður hagkvæmt og það leiði til þess að heildsöluverð á raforku héðan tvöfaldist í verði (höfu í huga að heildsöluverð í Bretlandi er 67% hærra en hér á landi í dag) þá væru tekjur ríkissjóðs af þeirri hækkun það miklar að kostnaður við að fella niður virðisaukaskatt af raforku hér á landi myndi aðeins nema um fjórðungi af tekjuaukningu ríkissjóðs vegna hækkunar raforkuverðs frá íslenskum orkufyrirtækjum og það myndi duga til að endanlegt verð til neytenda hér á landi myndi ekki hækka. Og þetta miðast við tvöföldun orkuverðs sem verður að teljast verulega ólíkleg hækkun þar sem verðið í Bretlandi er innan við tvöfalt hærra en hér á landi og þá á eftir að greiða fyrir allan kostnaðinn við flutninginn til Bretlands.

 

Það er því þvæla að þetta sé stórt mél og enn meiri þvæla að líklegt sé að þetta leiði til efnahagslegs skaða fyrir Ísland. Það skiptir engu máli hversu löng skýrslan er hún er ekki vönduð ef megnið af því sem i henni er eru rangfærslur og niðurstaðan þvæla.

 

Sigurður M Grétarsson, 17.8.2019 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband