"Hamfarahlýnun" Heimsendaspárnar uppfærðar og RÚV áróðurinn keyrður áfram og allt vonda kapítalismanum að kenna ! Hjólaðu í vinnuna, trúðu okkur, eða við munum skattleggja þig í drep !

Ég veit að það að taka ekki 100% undir allar öfgafyllstu hamfara- og heimsenda spár loftslags glópana mun setja mig út á jaðarinn hjá RÚV og öllum þeim heimsendaspámönnum sem segja okkur að heimurinn sé að farast útaf því að þú skulir leyfa þér að eiga þinn eigin bíl og ferðast stundum um heiminn með almennu farþegaflugi.

gotuhjol

Fremstir í heimsenda spánum er þó sjálft "góða fólkið" og forréttindaliðið sem ferðast um heiminn þveran og endilangan á fyrsta farrymi eða á eiturspúandi einkaþotum og segir svo okkur að hafa samviskubit og að hjóla í vinnuna !


mbl.is Óttast áhrif hitabylgju á Grænlandsjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Gunnlaugur,

Það er einmitt þessi pólitíski rétttrúnaður, sem hefur gert það að verkum að nákvæmlega EKKERT hefur gerst í að draga úr CO2 útblæstri á jörðinni, sem eykst ár frá ári.  Auking CO2 í andrúmsloftinu heldur áfram, hraðar og hraðar með hverju ári.  Bara skoða Keeling kúrfur frá t.d. Mauna Loa.  getur ekki hugsað heila hugsun til enda.  

Það er hægt að deila um hversu mikið af þessari aukingu er frá brennslu jarðeldsneytis, en staðreyndin er sú að það er ekkert annað sem veldur CO2 mengun sem hefur aukist undanfarnar aldir.  Aukning CO2 í andrúmsloftinu er nánast í beinu hlutfalli við brennslu jarðeldsneytis.   Aukning kolabrennslu heldur áfram og Kína notar nú meiri kol en restin af mannkyni samanlagt.  Það þarf enginn að segja mér að 40 milljarðar tonna árlega af CO2 hafi engin áhrif!  Hvaða heilvita maður getur séð hverskonar bull það er.  

Sýrustig sjávar heldur áfram að hækka, sem er bein afleiðing aukingar CO2 í andrúmsloftinu.  Súrnunin er þegar farið að hafa áhrif á sjávardýr einkun skelfisk.  Hitastig bæði sjávar og andrúmslofts heldur áfram að hækka.  Réttrúnaðarprestarnir segja þetta bara rugl, hiti fari lækkandi, en gá ekki að því að það er að koma vetur.  Bullið er svo algjört í þessu dóti að það hálfa væri nóg.

Við erum fyrir löngu búin að missa af bátnum til að gera eitthvað af viti, enda litlu viti fyrir að fara í þessari umræðu flestri.  Samningar um minnkun losunar hafa nákvæmlega engu skilað þegar kemur að draga úr aukningu.  Jafnvel þó þessari þróum væri snúið við í dag, þá erum við löngu komin á það stig að hitastig mun halda áfram að hækka næstu aldir.  Þetta er vandamál, sem afkomendur munu þurfa að glíma við á næstu öldum.  Vonandi tekst þeim að ráða fram úr þessu.  

Persónulega held ég að mannkynið standi á krossgötum.  Hvort við lifum af getum við skoðað eftir svona fimm þúsund ár.  En eins og staðan er í dag er ég ekki sérlega bjartsýnn á það.  Það getur vel verið að það geri mig að einhverjum hamfara-manni, en ég lít bara raunhæft á það sem er að ske beint fyrir framan nefið á mér, sem er í sjálfu sér ekkert flókið.  Svo sannarlega vona ég að ég hafi rangt fyrir mér, en tölfræðin tekur ekki glymrandi undir þá von...  

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 27.7.2019 kl. 05:33

2 Smámynd: Haukur Árnason

Geri þessi orð að mínum.

"Ég hafði gert ráð fyrir að meirihluti loftslagsvísindamanna væri miklu fróðari en ég um alla þætti loftslagsmála, líka sögu þess. Getur verið að þeir hafi aldrei nennt að kanna hvaða breytingar loftslagið okkar hefur orðið fyrir. Hafa þeir gert tæmandi rannsóknir á fyrri hlýlegum tímabilum? Eru þeir ekki meðvitaðir um mikla landsig í strandsamfélögum? Vita þeir ekki um jarðhitavirkni undir ísblöðunum? Eru þeir meðvitaðir um öll rök efasemdamanna?

Það er skiljanlegt að frjálslegur áheyrnarfulltrúi myndi sannfæra sig um að nýjasta atburðurinn í öfga veðri sé vísbending um AGW. En einhver í faginu? Í alvöru? Eins og fram kemur hér að ofan, hvar er forvitnin?

Það er erfitt að trúa því að þeir sem líta á sig sem vísindamenn séu ekki meira áberandi."

Haukur Árnason, 27.7.2019 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 65512

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband