Undirferli Árna Páls í Brussel til að fá embættismenn þar til að hundsa utanríkisstefnu Íslands !

Þessi fáheyrða framganga Árna Páls í Brussel er ósvífinn aðför að sjálfsstæði þjóðarinnar og réttkjörnum stjórnvöldum.

Að hann skuli með þessum undirferlum beita sér í Brussel til að fá embættismenn þar til þess að taka sig saman um að hundsa utanríkisstefnu þjóðarinnar og lítilsvirða og sniðganga vilja réttkjörinna íslenskra stjórnvalda er aðför að lýðræðinu og hagsmunum og sjálfsstæði íslensku þjóðarinnar. 

ESB sinnaðri utanríkisstefnu Árna Páls og flokks hans Samfylkingarinnar var algerlega hafnaðað í þingkosningunum 2013 með því að flokkur hans með sína ESB stefnu bauð algert afhroð með aðeins 12,9% fylgi.

Við stjórnartaumunum tóku tveir stærstu stjórnmálaflokkar þjóðarinnar sem báðir höfðu á stefnuskrá sinni að slíta aðildarferlinu við ESB og að Ísland ætti ekki heima í ESB.

Samfylkingin og Árni Páll verða að virða lýðræðið og lýðræðislegan rétt þjóðarinnar. 12,9% flokkurinn hefur ekkert umboð til að móta utanríkisstefnu Íslands og hann getur heldur ekki sótt það umboð til embættismanna í Brussel.

Árni Páll hefur engan lýðræðislegan rétt til þess að fá embættismenn í ESB til þess að ganga gegn íslenskum stjórnvöldum.

Undirferli af þessu tagi eru ólíðandi í lýðræðis ríki.   


mbl.is Leitar liðsinnis innan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 65495

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband