Matvælaeftirlit ESB hneggjar á neytendur - Hið "fullkomna" eftirlits og regluverk brást gersamlega !

Nú hefur komið í ljós að hrossakjötssvindlið sem nú hneggjar á neytnedur og skekur mörg ríki Evrópusambandsins er mjög víðtækt og hefur staðið yfir lengi með góðri hjálp fjórfrelsisins svokallaða með gríðarlega flóknum afleiðuviðskiptum með kjöt og kjötafurðir milli margra landa og fjölda stórfyrirtækja.

Skipulegt flækjustig þessara afleiðuviðskipta með þessar kjötafurðir hefur greinilega verið skipulagt þannig að það nýtti sér öll ákvæði fjórfrelsisins, sem jafnframt gerði viðskiptin svo ógegnsæ og flókin að það slapp auðveldlega fram hjá öllu matvælaeftirliti og þaðan hneggjandi ofan í kok neytenda.

Það er ekki langt síðan að það uppgötvaðist hérlendis að um tíma hafði salt sem merkt var sem "iðnaðarsalt" verið í einhverjum mæli notað sem salt í sumar matvæla afurðir sem framleiddar voru hér á landi. Saltið var reyndar talið haf verið alveg skaðlaust en það hafði ekki vottun um að vera leyfilegt til matvælavinnslu.

Þessu hafði nú verið hætt fyrir nokkru síðan að kröfu matvælaeftirlitsins, en engu að síður var þetta að sjálfssögðu talið vont mál fyrir neytendur, framleiðendur og hið íslenska matvælaeftirlit.

Margir hneyksluðust heil ósköp yfir þessu og töldu að þetta hefði aldrei getað gerst hefðum við verið í ESB og undir hinu samevrópsk miðstýrða eftirliti og regluverki þess.

Ég held að fólk sjái að hvorki þetta miðstýrða regluverk né nein önnur geta komið með öllu í veg fyrir skipulagt og vel undirbúið svindl af þessu eða mannleg mistök af einhverju tagi.

Málið er ekki að auka sífellt eftirlitið, eða gera það miðstýrðara.

Málið er að einfalda regluverkið og færa það sem næst þeim stöðum þar sem, vörunnar er neytt hverju sinni. 

 

 

 


mbl.is Hneyksli vekur ekki upp hrossahlátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

27 lönd og rúmar 504 milljónir íbúa.

Íslendingar koma til með að svindla eins og þeir geta hvort sem þeir eru í ESB eða ekki.

Ég man eftir Verðlagseftirlitinu, sem var prump og ekkert annað.

Heild-og smásöluaðilar svindluð út í eitt, eins og í dag. Það er eitthvað mikið að varðandi verðlag á Íslandi og hvað þá annað, sem þar hrærist.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 65479

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband