VG - Hörmuleg kosningaþátttaka í forvali - Deyjandi flokkur sem mun bíða afhroð í næstu kosningum !

Það má efast um það hvort VG nái yfirleitt inn einum einasta manni á þing í Reykjavík í næstu kosningum.

Kosningaþátttakan er fyrir neðan allar hellur og sýnir glöggt hvað þessi sjálfhverfa flokkselíta er algerlega úti á túni og einangruð í eigin flokki. 

Þrír fjórðu hlutar skráðra félagsmanna í VG sjá ekki ástæðu til þess að mæta á kjörstað. Frambjóðendur flokksins, sem flestir eru reyndar annaðhvort hluti af flokkselítunni eða þægir þrælar hennar virðast líka meira og minna vera veruleikafirrtir og blindaðir af Stalínisku flokksræði flokksforystunar.

Þess vegna hefur þeim tekist með hroka sínum og yfirlæti að flæma burt helming af stuðningfólki sínu frá síðustu kosningum og fylgishrunið er ekki búið það mun halda áfram alveg fram að kosningum.

Helstu ástæður þess að fylgið hefur hrunið af VG og hversu hörmuleg staða flokksins er orðin eru þær að flokksforystan hefur ekki hlustað á kjósendur sína og staðið fyrir stórfelldum kosningasvikum með því að brjóta gegn stefnu flokkisns með því að standa fyrir ESB herleiðangrinum til Brussel.

 

Í sameiginlegum kynningarbæklingi allra frambjóðenda flokksins í Reykjavík þar sem frambjóðendum hverjum fyrir sig var gefin kostur á að kynna sig og helstu stefnumál sín og hvernig þau hyggðust koma þeim fram. En í þessum kynningarbæklingi var vandlega passað upp á það að enginn þeirra minntist einu orði á afstöðu sína til ESB eða aðildar umsóknarinnar. Þetta þótti mörgum ansi klént, eins og þetta væru saman tekin ráð að undirlagi Flokksfoustunnar.  

Þess vegna var það ekkert skrítið að á bloggsíðunni "Vinstri Vaktin gegn ESB" var leitað eftir ákveðnum svörum frá öllum frambjóðendum VG í Reykjavík í þessu forvali um afstöðu þeirra til ESB aðildar og umsóknarinnar.  Skemst er frá því að segja að mjög illa gekk að fá svör frambjóðenda við þessum sjálfssögðu og lýðræðislegu spurningum. Svör eða einhver viðbrögð bárust vægast sagt seint og illa. Á endanum tókst að fá einhver svör eða yfirlýsingar frá aðeins um þriðjungi þessa fólks.

Hin sýndu þann fádæma hroka að hundsa algerlega spurningarnar.

Þau fáu sem að þó svöruðu, með örfáum undantekningum þó, svöruðu þau flest andstætt við stefnu flokksins með ESB daðri, reyndar með mjög loðnum hætti, eða að svörin voru full af skætingi út í fyrirspyrjandann.

Sum þessara sem teljast þó hafa "svarað" þver neituðu reyndar að svara spurningunum beint, heldur sendu þess í stað á síðustu stundu frá sér yfirlætislegar en loðmollulegar yfirlýsingar.

Þetta fólk mun því ekki ná neinu til baka af því gríðarlega fylgi sem þegar hefur ákveðið að yfirgefa flokkinn.

Þau eru ekki einu sinni í neinum tengslum við þá sárafáu sem þó enn teljast til stuðningsmanna flokksins. Því að þrátt fyrir allt þá er það þó þannig að mikill meirihluti þessa hóps sem eftir situr, er andsnúinn ESB aðild og meirihluti þeirra vill líka afturkalla ESB umsóknina.

Þess vegna mun fylgishrun VG halda áfram alveg fram að kosningum.

 

   

 

  


mbl.is „Ég er ekki ómissandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 65451

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband