Gleðilegt nýtt ár - Feliz ano nuevo !

Óska öllum bloggurum, vinum og ættingjum nær og fjær gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla.
 
Vonum að nýja árið færi okkur öllum gleði, hamingju og góða heilsu.
 
Ég ætla svo sannarlega að halda áfram að blogga hér á Mbl.is og leggja mitt litla vogarlóð af mörkum við að herða á baráttunni gegn ESB- innlimun míns ástkæra föðurlands og heittelskuðu þjóðar.
 
Þó svo ég hafi nú undanfarið búið í meira en 6 ár í ESB ríkjunum Bretlandi og nú á Spáni, þá fylgist ég alltaf mjög vel með þjóðmálunum heima og heimsmálum almennt og er vel tengdur við landið mitt, þar liggja rætur mínar og taugar.
 
Reynsla mín að hafa búið og starfað í þessum löndum hefur líka kennt mér ýmislegt um galla ESB og EVRU aðildar og það hefur gert mig enn andsnúnari ESB aðild Íslands.
Einnig áttar maður sig alltaf betur og betur á því hvað Ísland er í raun þrátt fyrir allt gott og kraftmikið þjóðfélag, sem á gríðarlega bjarta framtíð fyrir sér sem sjálfsstætt og fullvalda ríki, án ESB helsis og skrifræðis. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband