Mismunur hvað var gert á ÍSLANDI og í ESB/EVRU löndunum með bankana og skuldir þeirra. Marínó G. Njálssyni svarað

Þessi grein er í raun athugasemd við viðtal við Marínó G. Njálsson og er nú á Eyjunni, en mér er lífsins ómögulegt að gera athugasemd við. En ég veit að Marínó líka hér á Moggablogginu þannig að ég leyfi mér að svara honum hér á minni eigin bloggsíðu.

 

Þetta er nú ekki alls kostar rétt hjá Marínó.

Vegna þess að með Neyðarlögunum þá voru gömlu bankarnir hér settir í þrot en nýjir bankar stofnaðir á grunni þeirra.

Þar sem almennum sparifjáreigendum var tryggð full endurgreiðsla í krónum talið á inneignum sínum á almennum reikningum.

Verðgildi krónunnar féll líka mikið á þessum tíma þannig að í raun töpuðu allir sparifjáreigndur.

Síðan töpuðu margir stórum hluta inneigna sína í peningamarkaðssjóðum Stóru föllnu bankanna og fullt af almenningi tapaði líka sem áttu hlutabréf í föllnu bönkunum.

Nýju bankarnir yfirtóku hinns vegar ekki skuldir gömlu bankanna heldur skildu þær eftir í gömlu bönkunum.

Þetta voru að lang mestu leyti skuldir við alls konar brasksjóði og eigendur þeirra og einnig marga af stærstu og gráðugustu bönkum á ESB svæðinu sem margir hverjir hafa svo sjálfir þurft á margfaldri ríkisaðstoð að halda á kostnað skattgeiðenda þeirra landa. Þeim svíður nú að þurfa nú að gera almennar kröfur í þrotabú gömlu gjaldþrota bankanna og eiga kannski von á að fá kannski 5 til 10% krafna sinna greitt.                                      

Þess vegna hafa þeir líka ítrekað reynt að fá neyðarlögunum hnekkt fyrir dómi, enn ekki tekist hingað til sem betur fer.

Að þessu leyti var aldeilis ekki að öllum skuldum íslenska bankakerfisins væri velt yfir á skattgtreiðendur.

Það hefði gert þjóðina mörgum sinnum gjaldþrota því að ef að þessar kröfur hefðu verið settar í ríkisábyrgð íslenska ríkisins þá skulduðum við kannski 10 falda þjóðarframnleiðslu okkar en ekki einhver 1,25% eins og staðan er að verða núna.

ICESAVE skuldin var annað mál af því að þar var um innlán að ræða á kennitölu Landsbankans og um það gilltu reglur um innistæðutryggingar samkvæmt EES samningnum og reyndar hripleku regluverki ESB. Auk þess sem þar var um margfallt lægri upphæðir að ræða. Ég var reyndar einn af þeim sem var algerlega andvígur að við tækjum á okkur ríkisábyrgð á þeirri kröfu, sem var síðan hafnað tvívegis af þjóðinni sem betur fer.

Og það sem meira er þetta er með allt öðrum hætti heldur en gert hefur verið hingað til að ráði ESB og í ESB/EVRU ríkjunum eins og Írlandi, Grikklandi og Portúgal.

Þar hefur skilyrðislaus krafan alltaf verið sú að ríkissjóður viðkomandi þjóðar og þar með talið almenningur gengi í eina alls herjar sjálfskuldaábyrgð fyrir öllum skuldum alls fjámála- og bankakerfisins til þess að enginn erlendur braskari eða banki tapaði einni einustu Evru.

Þeir í samráði við AGS hafa svo verið tilbúnir að lána viðkomandi ríkissjóðum á okurvöxtum reyndar, fyrir því að gera þeim þetta mögulegt, með því skilyrði reyndar að öllu þessu yrði velt yfir á almenning með skattahækkunum, stórkostlegum niðurskurði í samneyslu og kjararýrnun almennings. 

Þetta er í stórum dráttum STÓRI munurinn á því sem Ísland hefur gert og hvernig farið hefur verið að í ESB/EVRU löndunum !

Þess vegna líta margir til okkar öfundar augum og segja, svona á að gera þetta en ekki láta almenning alltaf greiða allan brúsann bótalaust.

En menn geta auðvitað bölsóttast hér endalaust um að allt sé verst á Íslandi ef þeim líður eitthvað betur með það hvað sem líður öllum staðreyndum !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og hvernig svarar þessi grein þín skrifum Marinós?

Ertu viss um að þú hafir lesið hana alla?

Gunnar Heiðarsson, 26.7.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Gunanr Heiðarsson -

Já ég las greinina hjá Marínó af áhuga og margt rétt og ágætt í henni og í mörgu en ekki öllu er ég honum sammála.

Engu að síður tel ég að ýmislegt vanti í greinina til að fólk sjái heildarmyndina s.s. eins og margt af því sem ég skrifaði hér að ofan og samhliða hans málflutningi sé því rétt að þesssar upplýsingar hér komi einnig skýrt fram.

Gunnlaugur I., 26.7.2011 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 65503

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband