BREXIT; Bretar ætla út úr ESB, þeir ætla ekki að vera á "innri markaði" sambandsins. Þeir ætla ekki að lúta tilskipunum frá Brussel.

Thersa May forsætisráðherra Bretlands talaði alveg skýrt í dag. Bretland er á leið út úr ESB og þar verður ekkert hálfkák, þeir verða ekki á innri markaði Sambandsins, þeir taka fulla stjórn á landamærum sínum og innflytjendastefnu. Þeir muni stöðva greiðslur til Sambandsins og þeir munu ekki lúta tilskipunum frá Brussel. Theresa May varaði ráðamenn ESB að ætla að beita Breta refsiaðgerðum eða þvingunum.

Bretar myndu auðvitað afram verða hluti að Evrópu og þeir vildu vera vinir og bandamenn Evrópuþjóðanna og hafa við þau sem mest viðskipti.

Bretland er lang mikilvægasta viðskiptaland Íslands, þangað flytjum við stærstan hluta okkar sjávarafurða og þaðan koma flestir ferðamenn til landsins. Útganga Breta mun skapa okkur tækifæri á að efla viðskiptin við Bretland með tvíhliða samningum, sem verður hagstætt báðum aðilum.


mbl.is Verða utan innri markaðar ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. janúar 2017

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband