Þriðjudagur, 2. júní 2020
Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í algeran forgang" og svo Borgarlínan eins og fíll í postulínsbúð.
Reykjavíkurborg er alveg úti að aka í umferðarmálum.
Nú þegar búið er að loka fyrir bílaumferð á Laugavegi og víðar í miðborginni þrátt fyrir hávær mótmæli rekstraraðila og bifreiðaeiganda sem aldrei var hlustað á.
Þá á nú að halda áfram í að þrengja umferðargötur og tefja bílaumferð um alla borg. Engar tillögur til að hjálpa umferðinni og ekkert bólar á Sundabraut og sennilega er borgin nú að eyðileggja þann möguleika varanlega og til frambúðar.
Það er gott mál að gera hjóla- og göngustíga en það á ekki að gera til að skemma og eyðileggja fyrir sjálfssagðri og nauðsynlegri bílaumferð.
Reykjavíkurborg stundar skipulagða og ofsafengna skæruliðastarfssemi gegn einkabílnum.
Borgarlína, hjólandi og gangandi í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnlaugur, ef sumt fólk talar eins og það hati einkabílinn, þá er það af því að við sem ekki eigum bíl höfum orðið fyrir svo mikilli fyrirlitningu af hálfu bíleigenda, sumir þeirra álíta okkur ekki menn með mönnum.
Þetta er dálítið eins og með reykingar, þegar þær loksins voru takmarkaðar, gekk sumt fólk fram af offorsi, því það hafði svo lengi þurft að þola óbeinar reykingar sem skemmdu heilsuna.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.