Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í algeran forgang" og svo Borgarlínan eins og fíll í postulínsbúð.

Reykjavíkurborg er alveg úti að aka í umferðarmálum.dagur-b11

Nú þegar búið er að loka fyrir bílaumferð á Laugavegi og víðar í miðborginni þrátt fyrir hávær mótmæli rekstraraðila og bifreiðaeiganda sem aldrei var hlustað á.

Þá á nú að halda áfram í að þrengja umferðargötur og tefja bílaumferð um alla borg. Engar tillögur til að hjálpa umferðinni og ekkert bólar á Sundabraut og sennilega er borgin nú að eyðileggja þann möguleika varanlega og til frambúðar.

Það er gott mál að gera hjóla- og göngustíga en það á ekki að gera til að skemma og eyðileggja fyrir sjálfssagðri og nauðsynlegri bílaumferð.

Reykjavíkurborg stundar skipulagða og ofsafengna skæruliðastarfssemi gegn einkabílnum.


mbl.is Borgarlína, hjólandi og gangandi í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnlaugur, ef sumt fólk talar eins og það hati einkabílinn, þá er það af því að við sem ekki eigum bíl höfum orðið fyrir svo mikilli fyrirlitningu af hálfu bíleigenda, sumir þeirra álíta okkur ekki menn með mönnum.

Þetta er dálítið eins og með reykingar, þegar þær loksins voru takmarkaðar, gekk sumt fólk fram af offorsi, því það hafði svo lengi þurft að þola óbeinar reykingar sem skemmdu heilsuna.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 2.6.2020 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband