Þriðjudagur, 17. mars 2020
ESB boðar nú einhliða ferðabann Schengen svæðisins. Ísland ræður ekki eigin landamærum.
Guðlaugur Þór trompaðist í síðustu viku þegar Bandaríkjastjórn ákvað að þeir ætluðu að loka landamærum sínum tímabundið.
Hann jós úr skálum reiði sinnar yfir þessu samráðsleysi og frekju Bandaríkjamanna. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmdu Bandaríkjamenn einnig harðlega.
En svo örfáum dögum seinna fóru margar skynsamar ríkisstjórnir Evrópuríkja eins og Danmerkur, Noregs, Póllands og Spánar að ráði Bandaríkjanna og skella í lás við landamæri sín og skeita engu um stefnu ESB valdsins.
Nú er eins og ESB valdið í Brussel átti sig skyndilega á því að þeir höfðu veifað röngu tré og að þeir réðu engu um framvinduna og valdastofnanir ESB valdsins óttast ekkert meir en að missa völd sín og magt til þjóðríkjanna og fólksins í þjóðríkjunum.
Þess vegna í örvæntingu boðar Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB nú ferðabann Schengen ríkjanna á þessum svokölluðu ytri landamærum Schengen svæðisins. Þetta kom algerlega flatt uppá Gulla utanrikis og íslensku ríkisstjórnina og þau Guðlaugur Þór og Áslaug Arna sátu í gærkvöldi á sérstökum neyðarfundi með Michael Mann landstjóra ESB á Íslandi. Málið á svo að taka fyrir á sérstökum ríkisstjórnarfundi í dag.
Ekki er að búast við því að Guðlaugur Þór eða ríkisstjórnin geri neitt annað en kyngja því að þau ráði ekki lengur landamærum Íslands. Gulli varð vitlaus yfir því að Trump vildi ráða landamærum síns eigin ríkis, sem hafði ekkert með okkar landamæri að gera, en þegar æðsti embættismaður ESB tilkynnir að þeir ætli að loka landamærum Íslands og ráða þeim.
Hvað gerir utanríkisráðherra Íslands þá ?
Fundað um mögulega landamæralokun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.