ESB boðar nú einhliða ferðabann Schengen svæðisins. Ísland ræður ekki eigin landamærum.

Guðlaugur Þór trompaðist í síðustu viku þegar Bandaríkjastjórn ákvað að þeir ætluðu að loka landamærum sínum tímabundið.656-220-1

Hann jós úr skálum reiði sinnar yfir þessu samráðsleysi og frekju Bandaríkjamanna. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fordæmdu Bandaríkjamenn einnig harðlega.

En svo örfáum dögum seinna fóru margar skynsamar ríkisstjórnir Evrópuríkja eins og Danmerkur, Noregs, Póllands og Spánar að ráði Bandaríkjanna og skella í lás við landamæri sín og skeita engu um stefnu ESB valdsins.

Nú er eins og ESB valdið í Brussel átti sig skyndilega á því að þeir höfðu veifað röngu tré og að þeir réðu engu um framvinduna og valdastofnanir ESB valdsins óttast ekkert meir en að missa völd sín og magt til þjóðríkjanna og fólksins í þjóðríkjunum.

Þess vegna í örvæntingu boðar Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB nú ferðabann Schengen ríkjanna á þessum svokölluðu ytri landamærum Schengen svæðisins. Þetta kom algerlega flatt uppá Gulla utanrikis og íslensku ríkisstjórnina og þau Guðlaugur Þór og Áslaug Arna sátu í gærkvöldi á sérstökum neyðarfundi með Michael Mann landstjóra ESB á Íslandi. Málið á svo að taka fyrir á sérstökum ríkisstjórnarfundi í dag.

Ekki er að búast við því að Guðlaugur Þór eða ríkisstjórnin geri neitt annað en kyngja því að þau ráði ekki lengur landamærum Íslands. Gulli varð vitlaus yfir því að Trump vildi ráða landamærum síns eigin ríkis, sem hafði ekkert með okkar landamæri að gera, en þegar æðsti embættismaður ESB tilkynnir að þeir ætli að loka landamærum Íslands og ráða þeim.

Hvað gerir utanríkisráðherra Íslands þá ?esb_1342428


mbl.is Fundað um mögulega landamæralokun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband