Miðvikudagur, 16. október 2019
Afhverju ekki viðskiptabann á Spánverja vegna mannréttindabrota og ofbeldis þeirra gegn Katalóníu.
Íslensk stjórnvöld voru svo lítilþæg og grunn að þau settu eina helstu viðskipta- og vinaþjóð okkar Rússland á svartan lista og í viðskiptabann að kröfu Evrópusambandsins.
Nú þegar ríkisstjórn Spánar fremur ítrekuð mannréttindabrot og kúgar og fangelsar sjálfsstæðishetjur Katalónsku þjóðarinnar þá þegir íslenska ríkisstjórnin þunnu hljóði og aðhefst ekkert !
Engar kröfur um viðskiptabann eða fordæmingu á þessum mannréttindabrotum og viðurstyggilega ofbeldi og kúgun sósíalista stjórnarinnar á Spáni gagnvart Katalónsku þjóðinni og leiðtogum þeirra.
Afhverju er það eiginlega?
Jú ESB yfirstjórnin í Brussel vill ekki styggja ríkisstjórn Spánar sem er alveg sérlega ESB sinnuð sósíalista stjórn sem styður af alefli miðstjórnina í Brussel, þess vegna komast þeir svona auðveldlega upp með allt ofbeldið og kúgunina -
Miðstjórn Brussel valdsins hefur valkvæðan smekk þegar kemur að kúgun og ofbeldi og stendur hreinlega á bak við þetta með Spænsku sósíalista stjórninni!
Ímyndið ykkur vandlætinguna og upphrópanirnar frá RÚV og Evrópusambandinu ef ríkisstjórn Póllands eða Ungverjalands stæði að einhverju slíku !
Sama á við um íslensku ríkisstjórnina sem í einu og öllu dansar hér eftir sem hingað til fyrir Brussel valdið og er því hræsnin og sýndarmennskan ein þegar kemur að valkvæðum mannréttindabrotum.
Áfram mótmælt í Katalóníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.10.2019 kl. 16:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð spurning í fyrirsögninni. Ísland virðist ekki lengur reka eigin utanríkisstefnu heldur erum við orðin "taglhnýtingar" ESB, samanber viðskiptabannið á Rússa og svo "bannið" á að forráðamenn landanna í ESB og EFTA færu á HM í knattspyrnu í Rússlandi, sem Frakkar svo brutu en Macron fór á úrslitaleikinn og var í heiðursstúku þar með Pútín......
Jóhann Elíasson, 16.10.2019 kl. 06:48
Gott hjá þér Gunnlaugur, tek undir orð þín.
Ég átti hér grein um þetta mál, á "degi dómsins":
https://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2241064/
Hneyksli í lýðræðissögu -- Spánn er nú skömm Evrópu, leyfir hvorki skólabörnum að heyra eigin tungu né þjóðarleiðtogum Katalóníu að tala máli réttlætis!
og aðra hér:
https://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/entry/2241086/
Jón Valur Jensson, 16.10.2019 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.