Afhverju ekki viðskiptabann á Spánverja vegna mannréttindabrota og ofbeldis þeirra gegn Katalóníu.

Íslensk stjórnvöld voru svo lítilþæg og grunn að þau settu eina helstu viðskipta- og vinaþjóð okkar Rússland á svartan lista og í viðskiptabann að kröfu Evrópusambandsins.510px-Estelada_blava.svg

Nú þegar ríkisstjórn Spánar fremur ítrekuð mannréttindabrot og kúgar og fangelsar sjálfsstæðishetjur Katalónsku þjóðarinnar þá þegir íslenska ríkisstjórnin þunnu hljóði og aðhefst ekkert !

Engar kröfur um viðskiptabann eða fordæmingu á þessum mannréttindabrotum og viðurstyggilega ofbeldi og kúgun sósíalista stjórnarinnar á Spáni gagnvart Katalónsku þjóðinni og leiðtogum þeirra.

Afhverju er það eiginlega?

Jú ESB yfirstjórnin í Brussel vill ekki styggja ríkisstjórn Spánar sem er alveg sérlega ESB sinnuð sósíalista stjórn sem styður af alefli miðstjórnina í Brussel, þess vegna komast þeir svona auðveldlega upp með allt ofbeldið og kúgunina -

Miðstjórn Brussel valdsins hefur valkvæðan smekk þegar kemur að kúgun og ofbeldi og stendur hreinlega á bak við þetta með Spænsku sósíalista stjórninni! 

Ímyndið ykkur vandlætinguna og upphrópanirnar frá RÚV og Evrópusambandinu ef ríkisstjórn Póllands eða Ungverjalands stæði að einhverju slíku !

Sama á við um íslensku ríkisstjórnina sem í einu og öllu dansar hér eftir sem hingað til fyrir Brussel valdið og er því hræsnin og sýndarmennskan ein þegar kemur að valkvæðum mannréttindabrotum. 


mbl.is Áfram mótmælt í Katalóníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Góð spurning í fyrirsögninni.  Ísland virðist ekki lengur reka eigin utanríkisstefnu heldur erum við orðin "taglhnýtingar" ESB, samanber viðskiptabannið á Rússa og svo "bannið" á að forráðamenn landanna í ESB og EFTA færu á HM í knattspyrnu í Rússlandi, sem Frakkar svo brutu en Macron fór á úrslitaleikinn og var í heiðursstúku þar með Pútín......

Jóhann Elíasson, 16.10.2019 kl. 06:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband