Miðvikudagur, 18. september 2019
Macron Frakklandsforseti viðurkennir mistök í innflytjendamálum og boðar nú stórherta innflytjenda löggjöf.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti veit uppá sig skömmina og mælist nú ítrekað rúinn öllu trausti meðal frönsku þjóðarinnar.
Eftir að hafa í næstum heilt ár þurft að þola stanslaus mótmæli gulvestunga sjálfsprottinna grasrótarsamtaka Franskrar alþýðu þá reynir hann nú að koma til móts við fólkið.
Það hræðir hann líka að nú styttist í kosningar og staðreyndin er sú að Mariene Lee Penn formaður Frönsku Þjóðfylkingarinnar myndi sigra Macron ef kosið yrði nú.
Mikill meirihluti Fransks almennings hefur fyrir löngu fengið yfir sig nóg af vandanum af hömlulausum innflutningi hælisleitenda og aðgerðarleysi franskra stjórnvalda. Auknir glæpir, aukið atvinnuleysi, stanslaus niðurskuður í velferðarkerfinu hafa verið alvarlegar afleiðingar þessarar stefnu.
Hvort sem hann meinar það eða ekki þá segist hann nú vilja koma til móts við almenning með því að stórherða innflytjenda löggjöfina og segir hana hafa verið gróflega misnotaða og ráðamenn hafi því miður allt of lengi neitað að horfast í augu við vandann og hagað sér eins og litlu aparnir þrír, þar sem einn hélt fyrir augun og neitaði að sjá, annar hélt fyrir eyrun og neitaði að heyra og sá þriðji hélt fyrir munninn og neitaði að segja frá.
En það sem hræðir hann og aðra Evrópska leiðtoga mest til þess að breyta stefnunni er stóraukið fylgi nýrra flokka sem höfða til venjulegs fólks og neita að vera meðvirkir í bullinu og fá því nær alls staðar vaxandi fylgi almennings.
Því miður er íslensku þingflokkarnir meira og minna allir meðvirkir í ruglinu og þeir hafa allir saman 63þingmennirnir hagað sér eins og litlu aparnir þrír og innleitt hér á síðustu örfáu árum opnustu og vitlausustu innflytjenda stefnu Evrópu sem mun fyrr eða síðar leiða til stórkostlegra vandamála.
Hér vantar sterkt og þjóðlegt aðhald ef ekki á illa að fara.
Við erum eins og litlu aparnir þrír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.