Flokksráðsfundur Sjálfsstæðisflokksins herðir tökin og flokksræðið. Grasrótin eða hinn almenni kjósandi hefur þar ekkert að segja..

Flokkráðsfundir eru ekki opinn vettvangur lýðræðisins né hinns almenna kjósenda eða grasrótarinnar.1154200 Flokksráðið er fyrst og fremst frekar ólýðræðisleg og gamaldags valdastofnunn flokkforystunnar þar sem formaðurinn og forystan smalar saman þingmönnum og varaþingmönnum og einhverju af sveitarstjórnar fólki flokksins, ásamt helstu flokkshestum og emættisliði flokksforystunnar.

Flokksforystan mun nota flokksráðsfundinn til að treysta tök sín á flokknum og efla flokksræðið. Samþykktir og ályktanir þessa flokksráðsfundar munu því allar verða flokksforustunni til dýrðar og upphafningar.

Flokksráðsfundurinn mun því vafalaust  álykta sterkt með svikum flokksforystunnar í Orkupakkamálinu og réttlæta þær og hvetja enn frekar til áframhaldandi undirgefni við allar ESB tilskipanir og innleiðingu fjórða orkupakkans sem nú er í undirbúningi.

Grasrót Sjálfsstæðisflokksins og hinn almenni kjósandi kemur þar hvergi nærri en mun fylgjast vel með þessum leiktjöldum og svikráðum hinnar pólitísku elítu flokksræðisins. 

 


mbl.is Setningarræða Bjarna á flokksráðsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Stefnir þá ekki í að fylgið fari niður fyrir 15% eða um það bil 1/4 af gullaldar fylgi flokksins í næstu kosningum?  þó svo að skoðanakannanir séu að sýna um og yfir 20% núna þá segir mér svo hugur að það verði rýrara sem upp úr kössunum kemur í næstu kosningum. það verður fín staða Sjálfstæðsiflokkurinn nánast valdalaus, það skríkir örugglega í andstæðingum flokksins.

kv hrossabrestur

Hrossabrestur, 15.9.2019 kl. 10:33

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

En hvað ætlar svo Sjálfstæðisflokkurinn að gera án kjósenda, án þeirra atkvæða sem þeir hafa hingað til treyst á?  Gamlir íhaldsmenn sem fylgt hafa flokknum í áratugi eru ekki heimskir og munu ekki láta flokk sem breyst hefur í sósíallistaflokk plata sig, þeir munu sitja heima frekar en að kjósa svona flokk yfir sig aftur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.9.2019 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 65356

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband