Fimmtudagur, 5. september 2019
Boris Johnson ofurliði borinn. Hann vill kosningar strax og sterkara umboð til að leiða þjóðina út úr Evrópusambandinu.
Það gengur mikið á Breskum stjórnmálum. Boris Johnson varð undir í atkvæðagreiðslu í þinginu í gær þar sem ESB sinnar komu því í gegn að BREXIT verði frestað eina ferðina enn.
Boris hefur sagt að undir engum kringum stæðum muni hann fara fram á að útgöngunni þann 31. október n.k. verði frestað. "Do or die"
Hann vill því að almennar þingkosningar fari fram um miðjan október. Tillaga hans um þingkosningar var felld í gær. Það er sannarlega á brattann að sækja hjá forsætisráðherranum þar sem ESB sinnar á þinginu þvælast endalaust fyrir og gera allt sem þeir geta til að stöðva það að vilji þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að Bretland yfirgefi Evrópusambandið nái fram að ganga.
En skoðanakannanir sýna að fólk vill binda endi á þetta og er þess vegna tilbúið að Bretland fari út án samnings.
Skoðanakannanir sýna líka að Boris Johnson nýtur hylli og gæti hæglega unnið næstu þingkosningar og þess vegna vil Stjórnarandstaðan ekki kosningar þeir eru hræddir við þjóðina.
En Boris er maður fólksins og öflugur leiðtogi og þó hann sé nú um stund ofurliði borinn þá mun hann mæta tvíefldur til leiks og vonandi tekst honum á endanum að efna loforðin við þjóðina og leiða Bretland farsællega burt úr Evrópusambandinu!
Ég segi NEI við ESB !
Boðar til nýrra kosninga um þingrof | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.