Þriðjudagur, 3. september 2019
Enn og aftur situr Breska þingið á svikráðum við Bresku þjóðina og svíkst um og neitar að framfylgja skýrum fyrirmælum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um að Bretland yfirgefi ESB.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta er enginn veifiskati og þó svo hann hafi tapað þessari atkvæðagreiðslu í Breska þinginu í gærkvöldi þá á hann eftir að koma tvíefldur til baka. Þó þessi orusta tapist þá mun hann samt vinna stríðið.
Á þessari mynd sem tekin var í kvöld er hann greinilega mjög svektur og vonsvikinn á svip. Enda enginn furða þar sem 27 flokksfélagar hans greiddu atkvæði gegn BREXIT og ásamt Corbyn og Verkamannaflokknum og Lib.Dem og þannig báru þeir stjórn hans ofurliði við að framfylgja skýrum vilja þjóðarinnar um að Bretland yfirgefi Evrópusambandið.
Boris mun koma tvíefldur til leiks og vonandi mun hann taka saman við hinn sigursæla Brexit flokk Nigels Farage og þannig munu þeir farsællega vinna þingkosningarnar og leiða Bretland farsællega út úr þessu miðstýrða óþolandi apparati ESB.
Stjórnin undir í Brexit-atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.