EES samningurinn er orðinn einhliða einstreymisloki tilskipanaflóðs frá Brussel. Finna þarf nýja lausn ellegar segja þessum samningi upp. EEXIT !

EES samningurinn var í upphafi fyrst og fremst hugsaður sem gagnkvæmur fríverslunarsamningur jafnrétthárra samningsaðila. Hann átti aldrei að verða að þessu ólýðræðislega monsteri sem hann er nú orðinn og hann átti aldrei að þýða það að við afsöluðuðum okkur löggjafar- og framkvæmdavaldi og dómsvaldi eins og nú er orðið. Það er gróflega vegið að fullveldi og sjálfsstæði þjóðarinnar.832795-1_1351154

EES samningurinn átti að vera bráðabirgða samningur fyrir þau ríki Evrópu sem ekki vildu ganga í ESB eða voru ekki tilbúinn til þess þá. Noregur og Ísland vildu ekki inn í ESB og reyndar ekki Sviss heldur. Reynt var í tvígang að koma Noregi inn í ESB en það var tvisvar sinnum fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu. EES samningur var felldur í Sviss og Svisslendingar báru gæfu til að standa bæði utan ESB og EES líka. Þeir hafa síðan gert tvíhliða fríverslunarsamninga við ESB og engum dettur í hug að tala um fyrirmyndarríkið Sviss sem eitthvert einangrað, afdalaríki eins og hræðsluáróður ESB sinna hér á landi gengur út á.

EES samningurinn hefur breyst í allt um lykjandi kæfandi faðmlag þar sem endalausum tilskipunum er einhliða dembt yfir. Regluverk miðstýringar skrifræðisins krefst svo sífellt að nýjum rándýrum valdastofnunum og eftirlitsapparötum sé komið á fót sem eiga svo að heyra beint undir Brusselskar stofnanir án nokkurrar raunverulegrar aðkomu lýðræðisins eða þjóðkjörinna fulltrúa lýðræðisins.

Þetta sjáum við greinilega nú í nýsamþykktum 3ja Orkupakka ESB þar sem valdastofnuninni ACER er fært æðsta vald í orkumálum þjóðarinnar. 69387216_10218836119949339_1721738898750570496_o

Þessu ólýðræðislega miðstýringar fargani verður að fara að linna áður en þetta kaffærir okkur alveg.

Ég segi NEI við ESB !

Ég segi NEI við EES !


mbl.is Góðu samkomulagi stefnt í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einstreymisloki er rétta orðið. Og þannig hefur þessi samningur reyndar virkað frá upphafi í tilliti Íslands.

Það gerðist sem ég óttaðist.

Þetta er þvínguð aðild og samningurinn einhliða á forsendum þess sem máttugri er.

Aulaskapur og undirlægjuháttur íslenskra stjórnvalda vellur út af öllum síðum þessa samningsóbermis.

Svo einfalt er það nú.

Árni Gunnarsson, 4.9.2019 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband