Mánudagur, 2. september 2019
Þessi orusta tapaðist. En við ætlum okkur að vinna stríðið og verja sjálfsstæði þjóðarinnar.
Orkupakki ESB nr. 3 var samþykktur af Alþingi áðan. Sannarlega sorglegt að meirihluti þingmanna þjóðarinnar skuli frekar vilja lúta boðvaldi frá Brussel en hlusta á og fara eftir vilja mikils meirihluta sinna eigin kjósenda og uppnefna þá sem vilja gæta þjóðarhagsmuna sem "þjóðrembur"
En það er alveg víst að þetta er ekki síðasta orrustan um Ísland og nú þurfum við að safna liði og sækja fram gegn landsölu liðinu sem ætlar sér að koma Íslandi með húð og hári undir miðstjórnarvald Evrópusambandsins.
Ekki verður hægt að treysta á að forsetinn lyfti svo mikið sem litla putta til þess að hafna undirskrift laganna og vísa málinu til þjóðarinnar. Hann hefur sýnt að hann er eins og strengjabrúða ESB trúboðsins á Íslandi.
Næsta mál á dagskrá er að hefja baráttu fyrir uppsögn EES samningsins!
Þriðji orkupakkinn samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
Athugasemdir
Vel mælt og rétt hjá þér, Gunnlaugur.
Alþingi gerði ein hrikalegustu mistök í sögu þingsins, með því að samþykkja þennan 3, orkupakka frá ESB.
En meðan forsetinn hefur ekki skrifað undir og samþykkt þessi frumvörp sem lög, þá er enn von til þess að hann neiti að skifa undir þessi frumvörp, og sendi þetta til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Til þess að fullveldið og sjálfstæðið tapist ekki, þá þarf svo sannarlega vakningu meðal þjóðarinnar, ef ekki á illa að fara.
Tryggvi Helgason, 2.9.2019 kl. 15:56
þetta er nýr kafli á baráttunni
Sigurður Þórðarson, 2.9.2019 kl. 22:12
Rétt segið þið. Málið er bara, hvort hægt sé að treysta þessarri puntudúkku þarna á Bessastöðum. Nú vantar sárlega Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastaði. Þetta hefði aldrei gerst, ef hann hefði verið á Bessastöðum, enda hefði hann þá verið búinn að rökræða málin við ríkisstjórnina og stöðvað þennan ósóma, talað jafnvel við yfirvöldin í Brussel líka. Við höfum ekki jafn þjóðernissinnaðan forseta á Bessastöðum í dag, og ekki treysti ég honum, kaus hann heldur ekki, því að mér finnst hann ekki hæfur í starfið. En takið líka eftir, hvað Björn Bjarnason er kampakátur í dag yfir því, að "atlagan að EES hafi mistekist", eins og hann orðar það. Ég hef verið að hugsa til föðurafa hans, Benedikts Sveinssonar, sem var formaður lýðveldishátíðarnefndarinnar 1944, og hvernig honum hefði litist á aðför afkomenda sinna að lýðveldinu Íslandi í dag, og stefna fullveldinu í voða í ágirnd sinni eftir sæstreng héðan. Og Björn var dóms- og kirkjumálaráðherra í eina tíð. Hann ætti nú að lesa Biblíuna sína betur og athuga, að ágirnd er ein af helstu höfusyndum mannkyns, sem eyðileggur menn og þjóðir heldur en hitt, og hefur alltaf gert. En það er þetta með Guðna karlinn, hvort hann hefur vit á því að hlusta á þjóðina og beiðni hennar, eða hvort hann lætur slag standa. Makalaust er það, að afkomendur okkar kynslóðar, sem sitja á þingi, skuli vilja eyðileggja það, sem afar þeirra og ömmur börðust fyrir í langan tíma, og taka frelsið frá þjóðinni, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þau eru sjálfum sér og þjóðinni til háborinnar skammar. Ég get ekki sagt annað. Þetta er hneyksli. Það er meira en kominn tími til, að við förum að losa okkur við þessa EES-vitleysu, og það strax í dag, eins og þessi svokallaði samningur er orðinn. Annað er alsendis óverjandi. Vonandi, að einhver hafi vit á því, og sendi síðan þau boð til Brussel, að við viljum alls ekki fara inn í þetta ESB-samstarf og höfum ekkert þar að gera. Það er raunar hjákátlegt, að á sama tíma og Bretar vilja út úr ESB, þá séu til hér á landi vitleysingar, sem vilja endilega ana Íslandi þangað inn. Bretar mundu hlæja dátt að því, og talandi um virðingu fyrir okkar, sem alltaf var staglað á hér fyrr á árum, þá mundi sú virðing ekki aukast, heldur fara niðrí núll fyrir þetta allt saman. Það er víst alveg áreiðanlegt. Svo er að vita, hvort einhverjum þyki það skemmtilegt eða eftirsóknarvert, og ætti að auglýsa eftir einum slíkum. Mál er að linni þessarri þjónkun við EES/ESB, og að við segjum okkur frá því rugli. Það er meira en kominn tími til, eins og þú víkur að, Gunnlaugur.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2019 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.