"Erum við ekki frjáls þjóð í viðskiptum okkar við Evrópusambandið" ? Spyr Arnar Þór Jónsson dómari

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og fyrrverandi dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík spyr mjög áleitinna spurninga og gagnrýnir harðlega að stjórnmálamenn skuli án alvarlegrar skoðunar ekki hafa kynnt sér betur hvaða alvarlegu afleiðingar það gæti haft fyrir þjóðina að innleiða 3ja Orkupakka ESB.

Hann varar alvarlega við því að fullveldi þjóðarinnar og lýðræðið sé framselt erlendum stofnunum, eftirlitsaðilum og stofnana dómsvaldi sem engu skeiti um hagsmuni og velferð íslensku þjóðarinnar og sé algerlega ótengt hinu lýðræðislega valdi fólksins í landinu.

"Það þarf að ná umræðunni uppúr þeirri lágkúru að þeir sem styðji samþykkt þriðja orkupakkans, séu -frjálslyndir- en hinir séu forpokaðir"

"Þar fyrir utan má spyrja, hvað sé svona -frjálslynt- við það að vilja játa sig undir skilyrðislaust vald erlendra skriffinna og standa gegn sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar, eða annarra þjóða almennt" ?

"Er það að sama skapi eitthvað -frjálslynt- að vilja lúta hagsmunum erlendra stórfyrirtækja" ?

"Gengur ekki -frjálslyndi- einmitt út á það að virða sjálfsákvörðunarrétt annarra í lengstu lög. 

Arnar Þór hvetur til þess að málin séu heiðarlega skoðuð miklu betur og að með fljótfærnislegri innleiðingu 3ja orkupakkans séu stjórnmálamenn án umboðs að fara í áhættusama óvissuferð með hagsmuni heillar þjóðar"

Það er mál að Alþingi íslendinga taki á sig rögg og setji 3ji Orkupakkann í salt, nú þegar, alveg sama þó Junckerinn forseti framkvæmdastjórnar ESB verði svona æfur á svipinn.61095685_10218076743565404_1206206896105586688_n


mbl.is Verið að samþykkja óheft flæði raforku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband