Kommúnisti í niðurrifsstarfssemi, "hlakkar mikið til að vera í verkfalli"

Byltingarforinginn og sósíalistinn Sólveig Anna Jónsdóttir vill ekki semja, hún vill hasar og læti í anda hinns byltingarsinnaða sósíalisma. Stalínistinn Jón Múli pabbi Sólveigar missti aldrei trúna og beið eftir kommúnista byltungunni á Íslandi til dauðadags væri nú stoltur af dóttur sinni.

Markmið Sólveigar virðist vera verkfall og að koma þjóðlífinu í upplausnarástand og að valda hinum "vondu" kapítalistum og fyrirtækjum þeirra sem mestu tjóni. Allt í anda Kommúnista ávarpsins.

Hún er í byltingarsinnuðum stjórnmálum ekki eiginlegri verkalýðsbaráttu.

Margir héldu að kommúnisminn hefði endanlega horfið með hruni Sovétríkjanna og að andarslitrur hinns steinrunna kommúnisma í Norður Kóreu, Kúpu og Venesúela sýndu fólki hvað fyrirbærið væri gersamlega vonlaust.

Það má þó segja að í þessum síðustu þremur vígjum heimskommúnismans hafi helstu meginmarkmiðum kommúnismans um veraldlegan jöfnuð verið náð, þ.e. í þessum löndum eru allir orðnir tiltölulega jafnir í vesöldinni og fæstir eiga fyrir mat !

Verkföll og illdeilur eru úrelt vopn og munu engu skila frekar en áður. Allra síst lægst setta fólkinu sem nú er beitt fyrir kommúnista vagninn.


mbl.is Hlakkar til að fara í verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sólveig veldur á endanum sínum eigin umbjóðendum mestu tjóni. Þeir fyrstu sem missa vinnuna þegar fyrirtækin draga saman verður láglaunafólkið. Og meðal þess verða útlendu farandverkakonurnar látnar fara á undan öðrum.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.3.2019 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 65439

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband