Föstudagur, 27. október 2017
Kjósum EKKI vinstri-pírata glundroða stjórn. Úttekt á stjórnmálunum - Hér vantar þjóðlegan flokk sem þorir að hafa sjálfsstæða stefnu í innflytjanda málum.
Við sem viljum öðruvísi stjórnmál eða fylgjum ekki hinum pólitiska rétttrúnaði eigum svolítið erfitt með að ákveða hvert við hendum atkvæði okkar í þessum kosningum.
Eitt er alveg öruggt að við hendum ekki atkvæði okkar á vinstri glundroða flokkana þ.e. Samfylkingu, VG eða Pírata og heldur ekki á ESB hægri kratana í Viðreisn.
Þá eru eftir Sjálfsstæðisflokkur, Framsókn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins.
Stutt úttekt á göllum og kostum þessara flokka.
Sjálfsstæðisflokkur.
Kostir; Við vitum nokkuð hvar við höfum hann. Flokkurinn hefur djúpar rætur meðal þjóðarinnar, er nokkuð þjóðlegur, er gegn ESB aðild og bíður ákveðinn stöðugleika og er treystandi í efnahags- og skattamálum. Flokkurinn ver vestræn gildi.
Gallar;Flokkurinn er of kratavæddur, ekki vel treystandi í ESB málum, of mikill kerfisflokkur og of hagsmunatengdur Síðast en ekki síst hefur flokkurinn ekki haft kjarkinn til þess að taka á innflytjendamálum með röggsemi og hefur endalaust gefið eftir.
Hæfasta fólkið. Ásmundur Friðriksson, Brynjar Níelsson, Sigríður Anderssen og Óli Björn Kárason.
Óhæfasta fólkið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir.
Framsókn.
Kostir. Elsti stjórnmálaflokkur landsins, gefur ákveðinn fyrirheit um stöðugleika, Er þjóðlegur flokkur gegn ESB aðild. Styður íslenskan landbúnað og landsbyggðina.
Gallar; Of tækifæris sinnaður flokkur. Ekki vel treystandi í ESB málum. Hafa elt vinstri flokkana í vitleysunni og því reynst alveg vita gagnslausir í að standa gegn frekari opnunum í innflytjendamálum.
Hæfasta fólkið. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Jón Ingi Gíslason.
Óhæfasta fólkið. Eygló Harðardóttir.
Miðflokkurinn.
Kostir; Flokkurinn er lausnamiðaður með hæfan formann. Gegnheill á móti ESB. Kemur með nýjar hugmyndir.
Gallar; Hefur ekki nýtt tækifærið til þess að fara gegn hinum pólitíska rétttrúnaði í innflytjendamálum og varla að búast við því.
Hæfasta fólkið; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorsteinn Sæmundsson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.
Óhæfasta fólkið; Gunnar Bragi Sveinsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir.
Flokkur fólksins.
Kostir; Nýr flokkur með harðar áherslur á að bæta kjör eldri borgara og öryrkja.
Gallar; Flokkurinn hefur slegið í og úr og nú aðalega úr í innflytjendamálum. Flokkurinn var í dauðafæri til að setja þessi mál á dagskrá og þora að hafa aðra stefnu í þessum málum en formaðurinn því miður þorði ekki.
Hæfasta fólkið. Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason
Það skiptir sannarlega máli hvernig þessar kosningar fara.
Auðvitað hefði verið best að við sem stöndum fyrir þjóðlegri stefnu og viljum fara mjög varlega í innflytjendamálum, erum hörð gegn ESB og viljum út úr Schengen og endurskoðun EES samningsins værum búinn að skipuleggja okkur í öflugum stjórnmálaflokki.
Það mistókst með Þjóðfylkingunni og var endanlega klúðrað nú í aðdraganda þessara kosninga. Það tókst því miður ekki að sveigja nýju stjórnmálaflokkana Miðflokkinn eða Flokk fólksins inná þessa stefnu. Það náðist aðeins viðspyrna hjá Sjálfsstæðisflokknum og þar sjást aðeins merki um breytta stefnu en engan veginn nóg.
Frelsisflokkurinn sem stofnaður var í sumar og ég er formaður fyrir hefur verið að forma stefnu sína og störf. En við vorum engan veginn tilbúinn í þessar óvæntu kosningar að þessu sinni. Við gerðum því rétt í því að sitja hjá í þetta skipti.
En það er algerlega ljóst að sjónarmið okkar verða að ná fram og það er mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmið og það hefur sýnt sig um alla Evrópu að það verður enginn raunhæf breyting á hinum pólitíska rétttrúnaði nema stjórnmálahreyfing með þessi sjónarmið nái fótfestu, þá fyrst fara hinir borgaralegu flokkarnir að sveigja stefnu sína í átt til okkar.
Okkar tími mun koma, en núna kjósum við næst skásta kostinn !
Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.