Þriðjudagur, 10. janúar 2017
Nýrri ríkisstjórn óskað heilla. Mikilvægt að ESB umsóknin sé í frosti.
Það er óhætt að óska þjóðinni til hamingju með nýja ríkisstjórn, sama hvað fólki kann að finnast
Sjálfsstæðisflokkurinn er hér burðarrásin með tvo nýja smáflokka sem eflaust verður ekki auðvelt að starfa með, ekki síst með svona knappan meirihluta. Mikilvægt er að Sjálfsstæðisflokkurinn stóð í lappirnar gegn ESB sýki þessara tveggja ESB sinnuðu flokka, alla vegana til að byrja með. En alls óvíst er að þessi ríkisstjórn lifi undir lok þessa kjörtímabils og þó svo þá geti hugsanlega komið til einhverrar tillögu í þinginu um einhverskonar þjóðaratkvæðagreiðslu um "áframhaldandi aðildarviðræður" eins og það heitir í stjórnarsáttmálanum. Þessir ESB flokkar tveir vita að þjóðin vill ekki ESB aðild og ESB er sjálft með allt niður um sig, því eru þeir ekki ófúsir til að fresta og halda einhverri glufu opinni og eiga þá möguleika á að þvæla ESB málinu áfram. Hættan er sú að með aðkomu þessara tveggja flokka að ríkisstjórninni þá reyni þeir að grafa undan sjálfsstæðinu m.a. með því að eyðileggja okkar góða landbúnað og vinna skemdarverk á gjaldmiðli okkar íslensku krónunni. Einnig munu þeir á allan hátt líma okkur við regluverk ESB og elta vitlausa utanríkisstefnu þeirra í blindni. Við andstæðingar ESB aðildar óttumst ekki heiðarlega og beina spurningu þar sem þjóðin væri spurð hreint út. Því fyrr sem þjóðin tekur þess mál í eigin hendur og hafnar ESB aðild með öllu því betra. Því þá verður þetta ESB mál jarðað endanlega.
Sóttu fast að fá ráðuneytin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.