"Hægri öfga" áhyggjur hinns pólitíska rétttrúnaðar stigmagnast. Frelsisflokkur Geerts Wilders stefnir í að verða stærsti flokkur Hollands.

Meira að segja Morgunblaðið fellur í þá sósíal demókratísku áróðurs- gryfju hinns pólitíska rétttrúnaðar að kalla Frelsisflokk Geerts Wilders i Hollandi sem "hægri öfgaflokk. En allt stefnir nú í að þessi meinti "hægri öfgaflokkur" verði stærsti stjórnmálaflokkur Hollands. Þetta sama "hægri öfgaflokka" tal hlýtur þá lika að eiga við um aðra þjóðhyggju flokka Evrópu sem nú sækja í sig veðrið svo um munar, má þar nefna Frelsisflokk Austurríkis, en allt bendir til þess að frambjóðandi hans Norbert Hofer  verði í næsta mánuði kjörinn forseti Austurríkis. En einnig mættinefna Danska Þjóðarflokkinn í Danmörku, stærsta borgaralega flokkinn i Danmörku, en einnig Norska stjórnarflokkinn Framfaraflokkinn og Finnska stjórnarflokkinn Sanna finna. 

Kjör Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna hlýtur líka að valda Morgunblaðinu "hægri öfga" áhyggjum alveg eins og lýðræðislega kjörinn forseti Rússlands fær á sig fasistastimpil hinns pólitíska rétttrúnaðar allra flokka !

Það fer að verða vandlifað hjá hinni samansúrruðu pólitísku rétttrúnaðar elitu, þegar fíflum þessara "hægri öfga" fjölgar sifellt í veröldinni og það meira að segja fyrir tilverknað lýðræðisins.

Í nýafstöðnum kosningum hér á landi misheppnaðist því miður sökum óeiningar og reynsluleysis að koma slíku bráðnauðsynlegu pólitisku afli til áhrifa i Íslenskum stjórnmálum.

Það mun samt takast fyrr en seinna !


mbl.is Öfgaflokkur stærstur í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband