Óhamingju Grikklands verður allt að vopni - ESB forystan hagar sér eins og í ICESAVE !

Sumir segja að með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi Gríska Ríkisstjórnin ætlað að reyna að velja íslensku leiðina, en því miður var það of seint.

Vandi Grikkja er að þeir völdu íslensku leiðina of seint -
Fyrst í krísu ferlinu sem hófst fyrir 5 árum þá völdu þeir nefnilega ICESAVE leið íslenskra stjórnvalda sem Evrópusambandið þvingaði þá til að gera, það er þeir ríkisvæddu einkaskuldir óreiðumannanna !

Alveg eins og ESB reyndu að þvinga okkur til að gera og fóru meira að segja með málið fyrir EFTA dómsstólinn, en töpuðu !


ICESAVE leiðin gekk út á það að gera alla þjóðina samábyrga fyrir risaskuldum óreiðumannanna.

Fyrri björgunarpakkar ESB til Grikkja voru ICESAVE leiðin sem var banvænn eiturbikar og það er hinn sorglegi vandi Grikkja í dag, þeir eru fastir í ESB/EVRU gildrunni !

Er nema von að æstustu ESB sinnar á Íslandi séu búnir að missa trúna á þessu ólýðræðislega apparati ESB !


mbl.is „Þið yfirgefið ekki herbergið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Örlög Grikklands hljóta að verða íslenskum "jafnaðarmönnum" sem studdu ESB-umsókn og Icesave samninga, að miklu fagnaðarefni?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2015 kl. 17:18

2 Smámynd: Óskar

Ég hélt þú að þú áttaðir þig á muninum á skuldum Grikklands og Icesave, flestir aðrir gera það allavega.  Icesave var skuld einkafyrirtækis, hinsvegar er það Gríska ríkið sem á skuldir Grikkja, lán sem þeir að mestu véluðu útúr ESB ríkjum með lygum og fölsuðu bókhaldi. þýskir skattborgarar eru eðlilega lítið hrifnir af því að borga skuldir sem Grikkir eiga að sjálfsögðu sjálfir að borga. 

Höfum það líka í huga að Grikkir hafa lengi lifað í vellistingum á kostnað annarra ríkja í ESB.  Lífeyrisaldurinn þar er 57-60 ár og þeir hafa neitað hingað til að breyta því, svo eitt dæmi sé tekið.

Óskar, 13.7.2015 kl. 17:21

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Laukrétt Gunnlaugur,um leið og ég fagna með okkur NEI-sinnum,býr í einlægni sorg í hjarta vegna Grikkja.Svo er annar vinkill,sem ég ber með reistan makka yfir,hugsa þá um selbitana, sem ég fékk á stangli frá tengdum aðilum. Þannig fanga stjórnmálaflokkar margan manninn og eru mér ekki ókunnugir. Væri ekki tilvalið að menn semdu sjálfir stefnuskrá sína og kjósi svo flokka eftir henni,skýrustu línurnar eru þá sem oftast er kallað hægri/miðja,vinstri. Að öðrum kosti svíkja menn sjálfa sig,að grafast ekki sjálfir fyrir um stefnu flokka,utan þess hefðbundna,hækka lægstu laun,bla,bla... 

Helga Kristjánsdóttir, 14.7.2015 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband