Mánudagur, 3. nóvember 2014
Öfugmæla mótmæli -Ætli þeir mótmæli ekki veðurblíðunni á Austurvelli líka!
Það eru sjálfssögð mannréttindi í öllum lýðræðisríkjum að fólk nýti sér tjáningarfrelsið og mótmæli því sem hverjum og einum finnst að eigi skilið þeirra mótmæli.
Seint eða líklega aldrei verða samfélög okkar mannanna fullkominn og alltaf má benda á að þörf sé á umbótum eða breytingum.
En mér er svolítið hulin ráðgáta hverju mótmælendur ætla að mótmæla á Austurvelli í dag ?
Fundarboðendur segjast vera að mótmæla Ríkisstjórninni sem setið hefur við völd í 18 mánuði. Einnig niðurskurði í heilbrigðis- og menntamálum og svo auðvitað almennt þessu sígilda of lágum launum og vondum kapítalisma.
Mér finnst þetta hálf gerð öfugmæla mótmæli.
Vegna þess að síðan þessi ríkisstjórn tók við þá hefur:
# Tekist að koma skikki á ríkisfjármálin og reka hér ríkissjóð hallalausan og stöðva skuldasöfnun.
# Tekist að kveða niður atvinnuleysið sem er nú það minnsta í Evrópu.
# Tekist hefur með markvissum aðgerðum að kveða niður verðbólguna og stöðugleiki með vaxandi sóknarbyr ríkir
# Tekist hefur að koma hjólum efnahagslífsins af stað þannig að fjárfesting atvinnulífsins hefur stóraukist. Miklar nýjar fjárfestingar innlendar og erlendar eru farnar af stað eða við það að hefjast.
# Tekist hefur að snúa spilunum í efnahagslífinu þannig við að hér er bullandi góður hagvöxtur.
# Tekist hefur að stórlækka skuldir heimilanna og eigið fé einstaklinga og fyrirtækja hefur stóraukist.
# Kaupmáttur allra launatekna hefur vaxið hröðum skrefum, enda er einkaneysla almennings að stóraukast. Þannig eru kjör alls almennings að stórbatna.
# Allt þetta hefur gert það að verkum að nú er bullandi lag á að afnema hér fjármagnshöftin í stórum skrefum þó þannig að það spilli ekki stöðugleikanum og kjörum fólks og þeim góða árangri sem þegar hefur náðst.
# Framlög til heilbrigðis og menntamála hafa verið stóraukin, en eflaust þarf að gera þar miklu betur og vegna þess hvað vel hefur gengið og bjart er framundan þá eru sem betur fer bullandi færi á að gera það.
Alveg eins og veðurblíðan leikur við okkur í dag sem er táknrænt fyrir þessi "öfugmæla mótmæli" þá er líka bjart yfir landinu okkar og stórsókn hafin fyrir styrkum efnahag og bættum lífs kjörum fólksins í landinu.
Veðurblíðan ætti alla vegana ekki að skemma fyrir í þessum öfugmæla mótmælum þeirra við að mótmæla góðærinu og stórum bjartari horfum þjóðarinnar allrar, já og góða veðrinu um leið, alveg væri það í stíl þessara öfugmæla mótmæla að mótmæla veðurblíðunni á Austurvelli líka !
Fyrstu mótmælendurnir mættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Stjórn Stefans Löfvens fallinn. Nú þurfa Svíþjóðardemókratar...
- Donald Trump mun snúa aftur. Hann og hans stuðningsmenn munu ...
- Ósigur Íslands - Sigur Íslamska bræðralagsins og No Borders s...
- BREXIT sigur. Boris Johnson kemur nýju frumvarpi auðveldlega ...
- Einkabílahatrið á fullu - "Hjólandi og gangandi settir í alge...
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 65694
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.