Svikaslóð VG í ESB málinu - Fylgið færist til Regnbogans !

Vinstri hreyfingin grænt framboð vann glæsilegan kosningasigur árið 2009 þegar flokkurinn fékk 14 þingmenn kjörna. Síðan þá hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina og má nú segja að flokkurin sé rjúkandi rústir.

Upphaf þessarar ógæfu má rekja til ríkisstjórnarsamstarfsins við Samfylkinguna þegar flokksforystan sveik gróflega kosningaloforð sín með því að sækja um ESB aðild þvert á yfirlýsta stefnu sína og marg gefin kosningaloforð.

Þetta hefur kostað flokkinn marga mjög góða þingmenn sem hafa einn af öðrum hrakist frá borði auk fjölda góðra trúnaðarmanna og síðast en ekki síst hefur þetta kostað það að fylgið hefur hrunið af flokknum, enda trúverðugleiki flokksins farin veg allrar veraldar, eða öllu heldur flutt lögheimili sitt til Brussel.

Margir héldu að mögulega yrði hægt að snúa þessu við með Landsfundi flokksins nú í febrúar og nýjum formanni og nýrri flokksforystu gæfist tækifæri til þess að leiðrétta mistökin í ESB málinu og rétta kúrsinn af og þar með reyna að stöðva fylgishrunið og þessa hörmulegu óheilla þróun flokksins.

Vissulega var kjörin ný forysta á Landsfundinum, en vonirnar um að nýja forystan sæi nú lokisns ljósið og mistökin í ESB málinu og myndi því reyna að bæta fyrir fyrri mistökin, sem reynst hafði flokknum svona dýrkeypt urðu því miður fljótt að engu.

Nei, nei, nei, svo fór nú aldeilis ekki. Nýja flokksforystan var ekki hótinu skárri í afneitun sinni og villu síns vegar en sú gamla og lét líka eins og ekkert væri að, ekkert hefði gerst og ekkert þyrfti að laga eitt né neitt í ESB stefnu flokksins.  

Þau hilltu gamla formanninn og bættu um betur með því að fá með miklum naumindum samþykkta tillögu sem staðfesti áframhald ESB svikaslóðarinnar, eftir kosningar ætti að halda ESB aðlögunar svika ferlinu eins og ekkert hefði gerst og enginn væri morgundagurinn.

Til að kóróna endemis vitleysuna var svo bætt við með kæruleysislegri og meiningarlausri áherslu sem ekkert hald var í þ.e. að þessu hörmungar ESB ferli sem hefur gersamlega eyðilagt flokkinn þeirra ætti síðan að halda áfram á fullu eftir kosningar í ja eitthvað svona kannski "til dæmis eitt ár" 

Það er því alls enginn furða að fylgið við VG aukist ekkert eftir þennan dæmalausa, endemis Landsfund þeirra og enn haldi niðurbrotið og sjálfseyðing þessa flokks áfram.

Þorsteinn Bergsson er þekktur og vandaður hugsjónamaður, bóndi og varaþingmaður VG í Norð Austur kjördæmi reyndi á Landsfundinum og lengi vel að lagfæra stefnu flokksins í ESB málinu en var að lokum af þunnskipuðum Landsfundi ofurliði borin og fékk því sjálfur upp í kok og stendur nú upp um síðir og segir hingað og ekki lengra.

Þorsteinn Bergsson gengur nú hnarreistur og keikur til liðs við grasrótar framboðið og kosningabandalagið Regnbogann sem að bjóða mun fram í öllum kjördæmum með vaska sveit hugsjóna fólks og sannra ESB andstæðinga.  

 


mbl.is Þorsteinn sagði sig úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Áfram!

Árni Gunnarsson, 17.3.2013 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband