Skipta nú um kall í VG-brúnni. Svikaslóðin verður samt ekki falin og heldur ekki fyrirgefin!

Þó svo að SJS stjórnmála kallinn sem sveik kjósendur sína meira og verr en nokkur dæmi eru um í seinni tíma stjórnmálasögu landsins, víki nú nauðbeygður úr brúnni þá verður arfleyfð og svikastefna hans í ESB málinu samt örugglega enn við líði og enn sú sama, enginn raunveruleg breyting þar á - þó svo kannski nýr afvegaleiddur leiðtogi taki þar við keflinu.

Sú foss blæðandi svikaslóð ein og sér, nægir til þess að fylgishrunið kemur ekki til baka. ESB svikasporin hræða og flokksræðis skútan er því enn í miklum hafvillum og svo gott sem strönduð fyrir glópsku og hroka þessa vonum seinna falleraða svika-formanns. 

Steingrímur innleiddi þessi ESB svik með ótrúlega lymskulegum hætti og lengi vel tókst honum að blekkja, svíkja og þvæla helftinni af þingflokknum til þessarar óheilinda og svíkja þar með flesta stuðningsmenn flokksins með því að þóknast og þjónkast Samfylkingunni í einu og öllu og standa blygðunarlaust fyrir ESB helförinni til Brussel ! 

En vegna þessa er flokkurinn nú mölbrotinn og varanlega illa laskaður.

Þess vegna er líka stór hluti þingmanna og annarra trúnaðarmanna flokksins farin fyrir borð og meira en 2/3 hlutar fylgisins einnig.  

Þó svo að þjóðinni væri sjálfssagt mjög hollt af því að eiga heiðarlegan og vinstri sinnaðaðan stjórnmálaflokk, en þó lítið eitt þjóðlegan og íhaldssaman, rétt eins og VG sannarlega var, þá er það góða vörumerki nú mjög varanlega ónýtt, skemmt og farið -  Þökk sé SJS.


mbl.is „Hvergi nærri hættur í pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband