ESB andstaða Framsóknar - Eykur enn frekar á vinsældir þeirra og sóknarfæri.

Því ber svo sannarlega að fagna að Framsóknarflokkurinn hafi nú tekið af öll tvímæli um það að flokkurinn er heill og sannur á móti ESB aðild og telur hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið utan Evrópusambandsins.

Ályktun um þetta var samþykkt samhljóða og mótatkvæða laust á fjölmennum Landsfundi flokksins í dag.

Flokkurinn leggur áherslu á framfarasókn og bjartsýni og trú þeirra á okkur sjálf - Land okkar og þjóð.  

Með nýrri og kraftmikilli forystu hefur flokkurinn hreinsað til og kveðið niður fortíðarstimpilinn og ESB draugar fortíðar eru því vonandi að fullu og öllu kveðnir niður.

Frosti Sigurjónsson oddviti Framsóknar í Reykjavík Norður verður glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar á alþingi íslendinga. 

Framsókn getur nú aftur orðið framsækið, frjálslynt og þjóðlegt afl sem fólk getur treyst að sæki fram og vinni landi okkar og þjóð gagn. 

Vonandi getur þjóðin og kjósendur flokksins treyst því að flokkurinn mun standa við stefnu sína og ekki svíkja í ESB málinu. Svik og afhroð og örlög VG ættu svo sannarlega að verða þeim víti til varnaðar.

Margt af fyrrverandi stuðningsfólki VG hefur nú sagt skilið við þann flokk og munstarð sig við hinn bjartsýna, framsækna og fullveldissinnaða Framsóknarflokk.

Eftir situr svikaliðið í VG, rúið öllu trausti, mest vegna hrikalegra og langvarandi svika þeirra í ESB málinu.  


mbl.is Íslandi best borgið utan ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 65401

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband