VG - Grafskriftin frá Hólum verður svona: Hér hvílir VG og öll þeirra ESB svik og önnur svikin kosningaloforð ! Hvíli þau í friði !

Það fór eins og ég marg sagði hér og víðar í síðustu viku að þessi svokallaði Flokksráðsfundur VG norður á Hólum yrði ekkert annað en eitt leikritið enn og sýndarmennskan uppmáluð.
 
Ekki það að þessir svokölluðu flokksráðsfundir endurspegli neitt grasrót flokksins, eða almenna stuðningsmenn hans.
 
Heldur er þetta fjarstýrð upphafningarsamkoma flokksræðisins og helstu flokkshestana svona fornt fyrirbrigði frá Stalíns tímanum og á ekkert skillt við lýðræði eða opnar og frjálsar umræður.
 
Enda fór það svo sem ég spáði að þessi marklausi Flokksræðisfundur myndi engu skila og upphlaup og uppgerðar mótmæli meirihluta þingflokksins frá síðustu viku við áframhaldandi stefnu og framgöngu í ESB málinu yrði svæft svefninum langa undir öruggri stjórn sannrar Stalínskrar Steingrímsku.
 
Þar með fór reyndar síðasti séns þessa annars fyrrum um margt ágæta stjórnmálaafls, til þess að nálgast uppruna sinn og breyta um stefnu og vinna eitthvað til baka af gjörtöpuðu fylgi sínu.
 
En NEI þau voru kefluð í sinni spennitreyju flokksræðisins.
 
Þess vegna er VG sem alvöru stjórnmálaafl nú búið að vera innan skamms, ekki einungis meðal fyrrum stuðningsmanna sem nú hafa tugþúsundum saman kvatt flokkin heldur einnig meðal andstæðinga hans sem engu að síður báru hér áður fyrr þó nokkra virðingu fyrir staðfestu og stefnufestu flokksins og forystunnar.
 
Nú er það farið líka. Niðurlæging VG er alger.
 
Grafskriftin um VG sem stendur í fyrirsögn þessa pistils, mun eins og ýmislegt annað úr sögu þessarar þjóðar verða greipt í gamlan grágrýtis stein á Dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal!

mbl.is Áfram samstarf vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnlaugur I.
Gunnlaugur I.

Ég er vel kvæntur maður á góðum aldri, sex barna faðir auk yndislega stjúpbarna.  Á orðið nokkurn fjölda afkomenda sem mér þykir mjög vænt um. Ég hef mjög fjölbreytta lífsreynslu og þekki lífið frá ýmsum hliðum, ég er opinn og umburðarlindur og virði mismunandi skoðanir.  Ég er mikill áhugamaður um flest sem tengist þjóðmálum og stjórnmálum. Ég er frjálslyndur þjóðfrelsissinni. Ég aðhyllist opið lýðræði og met tjáninga- og skoðanafrelsi einstaklingsins meira en kerfisræði. Ég sit í stjórn Heimssýnar samtaka sjálfsstæðissinna í Evrópumálum. Ég er virkur í stjórnmálastarfi og er formaður Frelsisflokksins. www.frelsisflokkurinn.is 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 65694

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband